Út fyrir þægindahringinn - Sara Barðdal birti þessar pælingar á Instagram hjá sér í vikunni
Vá stórt skref út fyrir þægindahringinn ‼️ Mig langar ekkert að pósta þessari mynd EN ég ætla gera það því mig langar að taka upp umræðuna um sjálfsumhyggju og hvernig hún snýr að öllu í okkar lífi, líka hvernig við tölum um okkur sjálfar, þessi litla rödd inní hausnum á okkur, sem er stundum ekkert svo lítil.
Ég vil standa fyrir sjálfsumhyggju og skilaboðin að elska sig eins og maður ER!
En ég greip sjálfa mig þegar ég sá þessa mynd af mér ,,Oh af hverju eru lærin á mér svona stór” ,,af hverju er ég ekki aðeins grennri?” Demmm, èg hélt ég væri komin lengra!! En þetta er sannleikurinn. Þessi fullkomnunarárátta er alveg að drepa mann og ég nenni því ekki lengur!!
Mig langar að taka mig í sátt nákvæmlega eins og ég er, ég verð aldrei þessi mjóna, ég er sterk og vöðvastælt og það er allt í lagi! Hvaðan kom þessi hugmynd að við ættum allar að líta alveg eins út?
Hvað með þig?? Ertu tilbúin í þetta ferðalag? Að elska þig alla eins og þú ert í dag?
Við á Heilsutorgi viljum taka það fram að Sara er heilsumarkþjálfi og ÍAK einkaþjálfari.
HÉR ER LINKUR Á INSTAGRAM SÖRU - KÍKTU OG FYLGSTU MEÐ ÞVÍ SEM HÚN ER AÐ GERA.