Vanillusósa
Þessi er nánast skilda með eftiréttinum
Hráefni
Rjómi 100 ml
Mjólk 100 ml
Hitað rólega að suðu. Passa að sjóða ekki.
Sykur 25 g
Eggjarauða 40 g
Vanillustöng 1 stk
Aðferð
Kljúfið vanillustöngina, skafið fræin úr og þeytið þau í u.þ.b. 1 mínútu ásamt sykri og eggjarauðu. Hellið saman við rjómablönduna og hitið upp undir suðumark og hrærið í á meðan.
Takið af hitanum þegar sósan fer að þykkna. Passa að sjóða ekki.
Berið fram með t.d. ís eða franskri súkkulaðiköku.
Þessi uppskrift kemur frá bakarameistara.