Fara í efni

Vefur um heilbrigðismál – ert þú með tillögu sem tengist heilbrigðismálum?

Þessi vefur er settur upp til að veita þeim sem hafa áhuga á heilbrigðismálum tækifæri á að tjá sig og leggja fram hugmyndir sem geta stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Heilbrigðiskerfið
Heilbrigðiskerfið

Þessi vefur er settur upp til að veita þeim sem hafa áhuga á heilbrigðismálum tækifæri á að tjá sig og leggja fram hugmyndir sem geta stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Hugmyndin er til komin vegna skorts á slíkum vettvangi og þörfinni fyrir því að safna saman þeim gagnlegu upplýsingum sem einstaklingar um allt land hafa fram að færa.

Það er trú okkar að með samstilltu átaki og góðri úrvinnslu þeirra gagna sem fram koma sé hægt að vinna tillögur til úrbóta og leggja fyrir ríkisstjórnina eigi síðar en þann 1.10.2014.

Við viljum því hvetja alla til að taka þátt í þessu nýja verkefni og koma með uppbyggilega gagnrýni, ráð, tillögur eða annað sem getur komið okkur áfram.

Þetta er ykkar vettvangur og munið að hann er öllum opinn og því gott að muna að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð.

Utanumhald vefsins er í höndum Heilsuverndar, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, www.hv.is

Beint inná vef: www.heilbrigdiskerfid.is 

Einnig má finna hann á Facebook HÉR

heimild: heilbrigdiskerfid.is