Veltu þessu fyrir þér - hugleiðing dagsins
Hvenær er nóg nóg?
Veltu þessu fyrir þér: Ef hamingjuna væri að finna í tilbúnum markmiðum, af hverju
höfum við aldrei stoppað einn daginn á rauðu ljósi og hugsað með okkur:
„Heyrðu nú mig, ég gleðst yfir því sem ég hef öðlast í lífinu og þarf ekki lengur að leita. Ég er allt sem ég vil – ég er fullkomin mannvera. Ég hef allt sem ég þarf – líf mitt er fullkomið.“
Getur verið að þetta lögmál gildi?
Af hverju, eftir alla okkar leit að lífsfyllingu, hamingju og sátt, náum við aldrei að öðlast þessa tilfinningu? Getur verið að forsendurnar séu rangar í grunninn?
Sá sem leitar og leitar finnur aldrei neitt – en sá sem finnur og finnur, er.
Það er gríðarlegur munur á því að fara út til að finna eitthvað – eða fara út að leita. Sá sem er að leita sendir út yfirlýsingu um skort á sama tíma – yfirlýsingu um að hann sé ekki nóg, hérna, núna. En sá sem skilur að hjartað er keisarinn og það er aðeins ljós og ástin er ljós og ábyrgðin er hans – hann finnur tilgang með því að hlusta
á hjartað.
Og svo leggur hann glaður af stað – í tilgangi. Í vitund, í fullum kærleika, í fullri
heimild til að njóta lífsins, með sjálfum sér. Hann finnur til, hann finnur sig og hann finnur til lífsins.
Hann er. Fullkominn.
Tilgangurinn er kjölfesta hamingjunnar og forsenda innblásturs og ástríðu. Við berum fulla ábyrgð á tilgangi okkar eða tilgangsleysi.
Þegar þú viljar óviljandi rýrirðu orkuna með því að verja henni í viðnám. Frjáls vilji er verkfæri vitundar og þegar þú viljar – velur – í vitund öðlast þú orku.