Verjumst sykursýki 2
Þínar daglegu venjur í lífi og starfi hafa bein áhrif á heilsufarið. Sykursýki af tegund 2 er í mörgum tilfellum áunnið heilsufarsvandamál sem stafar meðal annars af kyrrsetu, röngu mataræði og þar með talin er hófleg gosdrykkja. Breyttar neysluvenjur (t.d. of stórir skammtar, sykraðir drykkir og skyndibitar) þjóðarinnar og takmörkuð hreyfing hafa skapað heilsuvá sem fer vaxandi og eru áunnir sjúkdómar stundum kallaðir faraldur 21. aldarinnar.
Allir eru hvattir til að þekkja eigið heilsufar og draga úr áhættuhegðun í daglegu lífi.
Þú getur valið að efla hreysti og draga úr áunnum sjúkdómum t.d. með að;
-borða hollt fæði í hæfilegu magni og drekka vatn
-hreyfa þig daglega
-viðhalda eðlilegri þyngd og mittismáli
Þekkir þú áhættuþætti sykursýki 2?
Sykursýki er algengari hjá fólki sem;
- er orðið 40 ára eða eldra
- á við offitu að stríða eða er of þungt miðað við hæð
- hefur of háan blóðþrýsting
- of hátt kólesteról í blóði
- á foreldri eða systkini sem er með sykursýki
- er af lituðum kynstofni (t.d. frá Afríku, Asíu, eru Indíánar eða eyjabúar)
- eru konur sem fengið hafa meðgöngu sykursýki
- stundar takmarkaða hreyfiþjálfun (minna en 3svar í viku)
- greinst hefur með forstig sykursýki
Hér eru 5 ráð til að fyrirbyggja sykursýki 2:
1. Auka hreyfingu og líkamsþjálfun. Það hjálpar til við að draga úr þyngd, lækka blóðsykur og blóðþrýsting og bæta insúlín næmi, sem hjálpar til við að halda blóðsykri eðlilegum. Mælt er með 30-60 mínútna virkri hreyfingu a.m.k. 5 daga vikunnar.
2. Borða fjölbreytt hollt fæði í hæfilegum skömmtum á reglulegum tímum samkvæmt þörfum og brennslu. Hér má sjá ráðleggingar um næringu.
3. Borða trefjaríkt fæði. Það bætir blóðsykurstjórnun og dregur úr hungurtilfinningu sem minnkar líkur á þyngdaraukningu.
4. Velja heilkorn. Þau hjálpa til við að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi.
5. Losna við aukakílóin. Hvert gramm sem þú missir getur skipt máli. Sýnt hefur verið fram á aukna tíðni sykursýki hjá konum með mittismál yfir 81 cm og hjá körlum með mittismál yfir 94 cm vegna aukinnar insúlínmótstöðu.
Ef þú vilt fræðast meira um sjúkdóminn bendum við þér á að skoða þetta myndband sem samtök sykursjúkra hafa gefið út og er á vefsíðu þeirra. Það heitir „Sykursýki er faraldur 21.aldarinnar“
Fróðlegt myndband um leyndarmál sykurs má sjá hér: http://www.dietdoctor.com/secrets-sugar-great-new-canadian-documentary
Heimildir: Diabetes II, Mayo Clinic http://www.mayoclinic.com/health/diabetes-prevention
Samtök sykursjúkra, www.diabetes.is
Heimild: heil.is