Verkir eða óþægindi við æfingar – hvað er til ráða?
Verkir eða óþægindi við æfingar þýða ekki að þú sért að skemma eitthvað eða hreyfa þig vitlaust. Það er nokkuð algengt að einstaklingar haldi að ef þeir finna fyrir einhverju séu þeir að skemma t.d. liðamót eða vöðva.
Fyrstu merki stífni og verkja eru þó yfirleitt einungis skilaboð frá líkamanum um að álagið sé of mikið þá stundina. Hér er ekki átt við skyndilega og bráða verki sem fylgja bólgur eða roði heldur vaxandi óþægindi við hreyfingu eða kyrrsetu sem aukast smám saman.
Ef verkir við æfingar trufla þig, eru viðvarandi lengi eftir æfingu eða þú finnur almenna aukningu í verkjum heilt yfir með áframhaldandi hreyfingu er margt hægt að gera til að breyta því.
Þú getur prófað að:
- Breyta tækni/líkamsbeitingu í æfingum
- Breyta öndunartækni
- Gera færri eða léttari endurtekningar
- Æfa af minni ákefð
- Æfa í kringum einkennasvæðið
- Hreyfa þig öðruvísi! Ganga eða hjólað í stað þess að hlaupa, hreyft þig í vatni osfrv.
Leitaðu að því sem hentar þér og haltu áfram að hreyfa þig – hæfileg hreyfing er besta meðalið!
VIVUS þjálfun
Valgerður Tryggvadóttir