Fara í efni

Verum ljós - hugleiðing á sunnudegi

Verum ljós - hugleiðing á sunnudegi

Þegar þú trúir á ljós á annað borð geturðu vel skilið mig þegar ég segi:

Ef guð er ljós og orka er ljós og hjarta er ljós og ást er ljós ... þá getur einfaldlega ekki verið neitt annað til sem skiptir máli.

Það getur ekkert annað verið til – en ljós.
Verum ljós.
Í þakklæti ferðu beint inn í hjartað. Skortdýrið skilur ekki þakklæti – en þakklæti er það eina sem hjartað skilur; þakklæti er uppljómun. Uppljómun er þakklæti.

Eina bænin sem þú þarft er fjórir stafir að lengd og hún á alltaf, alltaf, alltaf við:

„Takk.“
„Takk, innilega.“