Við hér á Heilsutorg.is sendum landsmönnum öllum hugheilar áramótakveðjur og þökkum fyrir okkur á árinu sem er að líða.
Árið 2015 er að detta inn og munum við taka því fagnandi, halda áfram að færa ykkur góðar greinar og fullt af nýju og spennandi efni.
Fólk setur sér oft áramótaheit um að vera duglegt í ræktinni og allt verður á fullu þar í janúar, febrúar (og auðvitað lengur).
Ef þú setur þér áramótaheit sem tengist heilsunni, ekki gefast upp eftir nokkrar vikur, harkaðu af þér og þú munt uppskera ánægðan líkama og hamingjusama sál.
Heilsan skiptir okkur öllu máli og við hlökkum til að halda áfram að fræða ykkur um heilsu, lífsstíl og allt sem því tengist. Á árinu sem er að líða byrjuðum við með tvo nýja liði, „Heima er best“ og „Fegurð“ og hefur þeim verið vel tekið. Hver veit hvaða nýjungar detta inn árið 2015.
Munið eftir hlífðargleraugunum og að hlífa eyrunum þegar verið er að skjóta upp flugeldum, og engan glanna skap.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Gleðilegt ár og takk fyrir að vera með okkur þetta annað ár sem að Heilsutorg.is er búið að vera í loftinu.
Áramótakveðjur frá starfsfólki og heilsuteymi Heilsutorg.is
Munið okkur á Instagram #heilsutorg , það væri gaman að fá myndir af ykkar áramótum.