Víðavangshlaup, frábær þjálfun og veruleg áskorun - Hlaup 3 - Miklatún, 31.október
Víðavangshlaup í hefðbundnum skilningi eru almennt haldin á margs konar undirlagi, oftast á grasi en einnig í möl, mold, drullu og sandi.
Í þeim er gjarnan að finna brekkur, beygjur og sveigjur og þannig má segja að þau reyni ekki aðeins á úthald og hraða heldur einnig á styrk, útsjónarsemi og skynsama nýtingu á "púðrinu". Hlauparar þurfa líka stundum að vera „kaldir“ og láta sig gossa niður brekkurnar til að komast fram fyrir andstæðinginn ef að framundan er einstigi eða þröng leið. Víðavangshlaupin geta því verið mjög mismunandi og mis krefjandi og í raun getur verið mjög erfitt að fara með tilteknar væntingar inn í þessa tegund keppnishlaupa.
Oftast er viðhaft hringhlaupa fyrirkomulag og hringirnir oft 1-3 km að lengd sem gerir víðavangshlaup oft mjög skemmtileg fyrir áhorfendur þar sem hlaupararnir koma oft framhjá og því hægt að hvetja þá áfram en einnig hægt að sjá hvernig sumir sem byrja hægar vinna á hina og fara jafnvel framúr á lokametrunum. Nálægðin við hlauparana og stemminguna sem ríkir er einnig meiri en í hefðbundnum götu- og brautarhlaupum.
Hollvinafélagið Framfarir hafa í samstarfi við Afreksvörur haldið víðavangshlauparöð á hverju hausti síðan árið 2004, undir merkjum New Balance, Saucony og nú og í fyrra Newton Running. Að undanteknu fyrsta árinu hafa hlaupin verið haldin með því sniði að hafa bæði “stutta” og “langa” vegalengd. Stutta hlaupið er yfirleitt um og undir 1 km og það langa 5-6 km. Vegalengdirnar eru settar upp með það fyrir augum að höfða til sem flestra, bæði millivegalengda- og langhlaupara og hlaupara á öllum aldri úr öllum áttum. Þannig hafa stuttu hlaupin verið sérstaklega vinsæl hjá yngri krökkunum, þó að þeir séu einnig farnir að koma skemtilega á óvart í lengri hlaupunum líka. Hlauparar úr hlaupahópum sem hafa mætt í víðavangshlauparöðina hafa látið vel af keppninni og talið hana vera jákvæða viðbót við sínar æfingar og keppnisreynslu.
Dagsetningar og staðsetningar víðavangshlauparaðar Newton Running og Framfara haustið 2015 eru sem hér segir:
31. október við Vífilsstaðaspítala
Hlaup 3 - Miklatún
Hringurinn er 1km að lengd, tiltölulega sléttur og með góðu rennsli. Hlaupið er á grasi og möl. Mælt er með að hlaupa á gaddaskóm. Hlaupinn er 1 hringur (1km) í stutta hlaupinu en 6 hringir (6km) í því langa.
Bílastæði við Kjarvalsstaði.
7. nóvember við Borgarspítalann - hlaup 4.
Nánari upplýsingar er að finna á www.heilsutorg.is og hlaup.is.