Viðbrögð í kjölfar síðasta pistils
Í síðasta pistli fjallaði ég um Cocoa Puffs og fleiri vörur sem mér þóttu merktar á þann hátt að auðveldlega mætti ruglast á þeim og vörum sem teljast hollar og ættu að vera reglulegur hluti af góðu mataræði.
Í kjölfarið fékk ég meldingu frá innflutningsaðila Cocoa Puffs þess efnis að umbúðir myndu taka á sig nýja mynd á næstu misserum og heilkornatoppurinn verði fjarlægður.
Vel gert hjá Nathan & Olsen ehf. og mættu fleiri fyrirtæki taka sér þá til fyrirmyndar.
Steinar B.,
næringarfræðingur
www.steinarb.net
Þessi pistill er eign höfundar og má hvorki afrita hann né nota efni hans án leyfis.