Fara í efni

Erfið helgi? Kíktu þá á Vikumatseðilinn

Það er svo gaman að taka til uppskriftir fyrir vikuna enda nóg úr að taka. Ég ætla rétt að vona að þið byrjið daginn á Sítrónudrykknum. Ef þú ert dugleg/ur í eldhúsinu og langar til að deila með okkur uppskriftum og myndum, endilega sendu mér og við birtum með ánægju.
Léttir þér lífið við matseldina
Léttir þér lífið við matseldina

Það er svo gaman að taka til uppskriftir fyrir vikuna enda nóg úr að taka.

Ég ætla rétt að vona að þið byrjið daginn á Sítrónudrykknum

Ef þú ert dugleg/ur í eldhúsinu og langar til að deila með okkur uppskriftum og myndum, endilega sendu mér og við birtum með ánægju.  

Morgunverður 

Hráefni:

  • 4 græn epli
  • 2 hausar af romaine káli
  • Smá biti af engifer
  • 1 stór sítróna – án hýðis

Þú einfaldlega setur allt hráefnið í djúsarann þinn og voila…þú ættir að vera með 500ml af djús.

Kvöldverður 

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Hráefni: 

  • 400 g spagettí
  • 1 ½ kjúklingateningur
  • 2 dl vatn
  • 100 g rjómaostur
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • pipar
  • 2 msk steinselja, þurrkuð
  • 2 tsk oreganó, þurrkað
  • 150 g beikon, smátt skorið
  • 120 g sveppir, saxaðir
  • 4 hvítlauksrif, söxuð
  • 100 g valhnetur, skornar í tvennt
  • 300 g rauð vínber, skorin í tvennt
  • 180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

Leiðbeiningar: 

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið vatnið í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hitið að suðu. Kryddið með pipar steinselju og oregano. Takið til hliðar.
  3. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og látið sveppi og hvítlauk saman við.
  4. Hellið rjómaostasósunni út á pönnunna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur.
  5. Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna og  sósunni síðan saman við pastað.
    Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!

Morgunverður 

Gúrku og Kale djús með Jalapeno

Hráefni:

  • 2 gúrkur
  • 4 sellerí stilkar
  • 3 blöð af Kale
  • 2 blöð af Romaine káli
  • 1 jalapenó pipar með eða án fræja – fer eftir smekk
  • ½ lime -  kreist í glas
  • ¼ tsk af sætuefni – má sleppa ( í þessari uppskrift er eitthvað sem heitir camu berry powder)

Leiðbeiningar:

Djúsaðu gúrkuna, selleríið, kale, romaine og jalapenó.  Settu svo djúsinn í blandara og bættu við lime safanum og sætuefni að eigin vali.  Láttu blandast vel saman.  Einnig má bæta kóríander fræjum í þennan drykk.

Kvöldverður 

Himneskt nautakjöts Stroganoff frá Lólý

Hráefni:

  • 1 laukur skorin smátt
  • 1 askja sveppir
  • 800 gr nautakjöt skorið í þunnar sneiðar
  • salt og pipar (eftir smekk)
  • 3 dl nautakjöts soð(2 teningar + 3 dl vatn)
  • 2 lárviðarlauf
  • 1 msk grófkorna sinnep
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 lúka steinselja
  • olía og smjör
  • 50 ml brandy(ef vill)

Hitið olíuna og smjörið á pönnu og setjið laukinn og sveppina í pönnuna og eldið við vægan hita í 10 mínútur. Takið af pönnunni og setjið til hliðar.

Skerið nautakjötið í bita og snögg steikið það á sömu pönnu í 5 mínútur.
Bætið þá út á kjötið soðinu, sinnepinu, lárviðarlaufinu og kryddið eftir smekk með salti og pipar og öðru því sem er í uppáhaldi hjá ykkur. Ef þið notið brandy þá er gott að setja það fyrst á pönnuna og láta það gufa aðeins upp áður en öllu hinu er bætt við.
Setjið núna sveppina og laukinn út í allt hitt á pönnunni og blandið vel saman og látið malla í 10 mínútur.
Bætið sýrða rjómanum út í og steinseljunni og látið malla í smá tíma – þykkið eftir smekk og eins er allt í lagi að setja smá sósulit út í svo að hún sé ekki of ljós.

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús og auðvitað góðu brauði.

Morgunverður 

Þriggja hráefna grænn smoothie

Hráefni:

  • 1 bolli af fersku baby spínat
  • ¾ bolli af kókósmjólk
  • 1 bolli af frosnum ananas

Leiðbeiningar

Settu kókósmjólk og spítan í blandara. Láttu blandast á miklum hraða þar til þetta er orðið mjúkt.  Bættu nú ananas saman við og láttu blandast enn betur, þangað til mjúkt.

Kvöldverður 

Köld tómatsúpa gaspacho borin fram með sýrðum rjóma og graslauk

Hráefni:

  • 6stk stórir buff tómatar
  • 150gr sellerí
  • 100gr grænar paprikur
  • 1ltr tómat djús
  • 1msk cummin
  • ½ msk hvítlaukur
  • ½ msk salt
  • 1 msk svartur pipar
  • 11/2 msk worshestershire sósa
  • 1 msk ólífu olía
  • 1 búnt sítrónumelissa

Aðferð

Tómatar, sellerí og paprikur eru maukaðar saman í þykkt mauk.  Djúsnum er þá hellt saman við og restin af hráefninu nema sírónumelissan látin saman við.  Sítrónumelissan er söxuð smátt og henni svo blandað saman við.  Súpan er látin standa í einn sólarhring áður en að hún er gefin.  Graslaukur og sýrður rjómi er svo borið fram með á hliðar diskum.

Morgunverður 

Banana og spínat smoothie

Hráefni:

  • Hálfur þroskaður banani
  • 1 bolli af möndlumjólk
  • Ferskt baby spínat, settu eins mikið og þú vilt ( ég nota 2 fullar lúkur)

Leiðbeiningar:

Skelltu öllu saman í blandaran með ísmolum og … láttu blandast vel.

Kvöldverður 

Kjúklingasalat með BBQ- dressingu

  • 500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
  • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
  • 70 g furuhnetur
  • 1 msk tamarisósa
  • spínat
  • 1 rauð paprika, skorin í strimla
  • 1 gul paprika, skorin í strimla
  • ½ rauðlaukur, skorin í fína strimla
  • kokteiltómatar, skornir í tvennt
  • avokadó, skorið í sneiðar
  • jarðaber, skorin í tvennt
  • gráðostur (má sleppa)

BBQ-dressing:

  • 1 dl Hunt´s Hickory & Brown Sugar BBQ Sauce
  • 1 dl matreiðslurjómi

Kjúklingalundum og BBQ-sósu er blandað saman í skál og kjúklingurinn látinn marinerast í 30 mínútur. Að því loknu er hann grillaður þar til eldaður í gegn.

Furuhnetur eru þurrristaðar á pönnu við miðlungsháan hita þar til þær eru komnar með gylltan lit. Þá er tamarisósu hellt yfir og steikt áfram í 30 sekúndur (eftir að tamarisósan er komin á pönnuna er hrært stöðugt í hnetunum). Hneturnar eru þá teknar af pönnunni og lagðar til hliðar.

BBQ-dressing: BBQ-sósu og matreiðslurjóma er blandað saman í potti og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 5 
mínútur.

Morgunverður 

Appelsínu draumur

Hráefni:

  • 1 stór appelsína- taka börkinn af
  • ¼ fitulaus jógúrt
  • 2 msk af appelsínuþykkni
  • ¼ tsk af vanilla extract
  • 4 stórir ísmolar

Settu öll hráefnin í blandarann og láttu hrærast þar til þetta er orðið mjúkt.

Kvöldverður 

Hvernig líst þér á að skella í föstudagspizzu?

Pizzadeig

  • 5 dl Kornax brauðhveiti
  • 1 tsk salt
  • 3 tsk þurrger
  • 1 msk matarolía
  • 2 dl volgt vatn
  • Hnoðað og látið hefast
  • Álegg eftir höfði 
  • Bakað við 175 °C fyrir miðju.

Morgunverður 

Súkkulaði-hindberja þeytingur með grænni bombu

Innihald:

Aðferð: allt sett í blandarann!

Ég tók út ávexti í nokkrar vikur og þurfti að finna mér gott boost með engum banana. Ég sleppti því hindberjunum fyrst um sinn og setti frosið spínat í staðinn. Þá kemur auðvitað allt annað bragð en það bragðaðist bara ágætlega. Núna finnst mér eiginlega betra að hafa bæði eitthvað grænt kál og hindber, ekki bara hindberin. Og ég elska kakóbragð.

Þetta boost er mjög gott, stútfullt af vítamínum, steinefnum og er próteinríkt. Tilvalið eftir æfingu eða sem sem orkuskot síðdegis. Þegar ég kaupi spínat finnst mér best að kaupa það beint af Lambhaga. Svo er um að gera að breyta til og nota eitthvað annað grænt kál.

Kvöldverður 

Sumarlegt og orkumikið salat

hráefni:

  • 1 paprika, skorin í bita
  • 2 avócadó
  • 2 sellerístilkar
  • 3 tómatar
  • 1 box próteinblanda frá Ecospíru
  • ½ box radísuspírur frá Ecospíru

Dressing:

  • 1/ dl vatn
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk tamarísósa
  • 1 msk hunang
  • 2 tsk karrý
  • 1 tsk kummin eða koriander eftir smekk


Paprikan, avócadó og tómatar skorin í bita. Fínhakkað selleríið blandað saman við. 

Vatni, sítrónusafa, tamarísósu og hunangi blandað saman ásamt kryddinu og hellt yfir grænmetið, spírunum dreift yfir salatið síðast.

Morgunverður 

Brauðbollur á Sunnudagsmorgni.

  • 4 dl Spelti ( gott að nota gróft og fínt blandað saman)
  • 2 1/2 dl múslí ( nota sollu múslí án ávaxta)
  • 1/2 dl graskersfræ
  • 1 dl solkjarnafræ
  • 1 dl kokos
  • 1/2 tsk Falk salt
  • 1 msk Agave sýróp
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft 
  • 1 tsk. Husk
  • 1 dl vatn
  • 3 1/2 dl ab-mjólk

Hitið ofninn í 200°  Blandið þurrefnum saman í skál.  Setjið sýrópið, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman.  Látið deigið í silikon brauðform eða nota sem brauðbollur og bakið í ca 55-60 mínútur fyrir heilt brauð en um 20min fyrir bollur.

Kvöldverður

Lambainnralæri fyllt með döðlum og pistasíuhnetum

Fyrir 4 að hætti Rikku

 

  • 800 g lambainnralæri
  • 20 g döðlur, saxaðar
  • 20 g pistasíukjarnar, grófsaxaðir
  • 2 msk austurlensk kryddblanda
  • 2 msk hunang
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
  • salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Skerið rauf í lambainnralærið og kryddið með salti og pipar. Fyllið með döðlum og pistasíuhnetum. Blandið kryddblöndunni saman við hunangið, sítrónusafann og börkinn og makið á kjötið. Leggið kjötið í ofnskúffu og bakið í 35-40 mínútur.

 

Tengt efni: