Vikumatseðill – Lax með papriku og heslihnetusalsa
Það er svo miklu úr að velja þegar ég set saman vikuseðillinn, ég reyni að hafa hann eins fjölbreyttan eins og uppskriftirnar hér inn á Heilsutorgi eru. Ég minni enn og aftur á að byrja alla daga á Sítrónudrykknum sem vil mælum endalaust með. Vonandi nýtist þetta ykkur vel lesendur góðir. Ef þú hefur bullandi áhuga á eldamennsku og vilt deila með okkur og lesendum, þá endilega sendu okkur uppskriftir ásamt myndum.
Morgunverður
Nammi múslí
Þetta er alveg sælgæti og æði með með jógúrt, AB-Örnu mjólk, gríski jógúrt eða ís.
Uppskrift:
Orkubitar eða nammi múslí.
- 1 Bolli Möndlur
- 1 Bolli Cashews hnetur
- ¼ Bolli Graskersfræ
- ¼ Bolli Sólblómafræ
- ¼ Bolli Hörfræ
- ¼ Trönuber
- ½ Bolli Kokosflögur
- ¼ Bolli Kokosolia
- ½ Bolli Hunang
- 1 tsk. Vanillu dropar
- 1 tsk. Gott salt
- 1 Bolli Rúsínur á toppinn eftir að hefur verið bakað ( má alveg sleppa)
Setjið möndlur , cashews hnetur og kokos í matvinnsluvél. Bara hræra nokkra hringi. Setjið í skál. Blandið saman kokosoliu, hunangi og vanillu dropum og hitið smá í örbylgju. Blandist út í skálina. Síðan allt hitt sett út í ( nema rúsínur settar eftir bökun) Hrært vel saman og sett á ofnskúffu með bökunarpappír undir. Flatt vel út og bakað í 20-25 min.
Tekið út úr ofninum og látið kólna í um 20 min. Eftir það er þetta skorið/brotið í stykki eða mulið sem "nammi múslí"
Kvöldverður
Lax með papriku og heslihnetusalsa
- 4 stk laxabitar um 200 g hver – hægt að nota silung
- 2 msk ólífuolía
- salt og nýmalaður svartur pipar
- Salsa:
- 2 stk rauðar paprikur
- 6 msk ólífuolía
- 15 g heslihnetur
- 15 g graslaukur, fínt saxaður
- 1 stk hvítlauksrif, pressað
- rifið hýði af einni límónu
- 2 msk eplaedik
- salt eftir smekk
Lax:
Berið fram heitan með stórri skeið af salsa á toppnum.
Morgunverður
Appelsínu draumur
Hráefni:
- 1 stór appelsína- taka börkinn af
- ¼ fitulaus jógúrt
- 2 msk af appelsínuþykkni
- ¼ tsk af vanilla extract
- 4 stórir ísmolar
Settu öll hráefnin í blandarann og láttu hrærast þar til þetta er orðið mjúkt.
Kvöldverður
Blómkáls-Fusilli “Alfredo” pasta
Innihald:
- 1 blómkálshöfuð (lítið eða meðalstórt)
- 1/2 msk ólífuolía
- 3 hvítlauksgeirar
- 1 dl hrís- eða möndlumjólk
- 1/2 dl næringarger
- 1 msk ferskur sítrónusafi
- 1/2 tsk laukduft
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1-2 msk smjör (má sleppa)
- smá sjávarsalt
- smá pipar
- 250 g glútenlaust fettuccini pasta (eða bara ykkar val af pasta)
- 1 brokkolíhöfuð
- 1 rautt chili
- nokkrir sólþurrkaðir tómatar
- steinselja.
- Setjið blómkálið í pott og látið vatnið ná alveg yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 5-7 mín. eftir að suðan er komin upp eða þangað til að blómkálið er orðið mjúkt. Látið svo vatnið renna af.
- Setjið olíu á pönnu og mýkið hvítlaukinn, ekki brúna.
- Skerið brokkolíið og sólþurrkuðu tómatana í fallega bita og saxið chili. Ég sýð vatn og helli yfir brokkolíið til að mýkja það aðeins.
- Setjið blómkálið, hvítlaukinn ásamt olíunni af pönnunni, mjólkina, næringargerið, sítrónusafann, laukduftið, hvítlauksduftið, smjörið, saltið og piparinn í blandarann og blandið þar til það verður að fallegri sósu. Gæti alveg tekið smá stund. Hér má setja smjörið út í ef þið viljið gera sósuna aðeins extra.
- Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum og látið vatnið renna af þegar tilbúið gegnum sigti.
- Setjið pastað aftur í pottinn ásamt grænmetinu og hellið svo sósunni yfir allt. Hitið aðeins og smakkið til. Stráið steinseljunni yfir í lokin. Tilbúið!
Þessi uppskrift er frá Oh She Glows sem er frábær síða. Þar heitir uppskriftin Fettuccini “Alfredo” pasta en þar sem ég hef vanið mig á að borða ekki hvítt pasta heldur brúnt þá gat ég bara ekki keypt hvítt, glútenlaust fettuccini pasta. Ég fann mjög flott brúnt lífrænt glútenlaust pasta og notaði það í þessa uppskrift. Að sjálfsögðu má alveg nota venjulegt pasta, heilhveiti- eða speltpasta með þessum rétti og sjálfri finnst mér speltpasta lang bragðbest. Ég er sem betur fer ekki með neitt glútenóþol heldur langaði mig bara að prófa að taka það út sem ég gerði í nokkra mánuði og fann þá þessa uppskrift. Sósa er mjög góð “rjóma”pastasósa án þess að innihalda rjóma né ost og því góður kostur fyrir þá sem vilja ekki nota mjólkurvörur. Það væri líka hægt að skella kjúklingabitum út í sem er örugglega mjög gott.
Morgunverður
Óvænt blómkálsbomba
Hráefni:
- 2 handfylli blómkál
- ½ rófa eða hnúðkál (ca. 70 gr.
- 1 handfylli frosin ber
- 1 handfylli frosið mangó
- 0,5 lítrar kalt vatn
Allt sett í blandara og blandað vel
Kvöldverður
Hveitikornssalat
Innihald:
- 250 ml heil hveitikorn
- 1 dós kjúklingabaunir
- 1/2 dós fetaostur
- 1 krukka grilluð rauð papríka
- 1 poki klettasalat
- 2 tómatar
- 100 g furuhnetur
- 1 1/2 msk ólífuolía
- smá sítrónusafi
- salt og pipar.
- Leggið heilu hveitikornin í bleyti yfir nótt.
- Skolið af kornunum og setjið í pott ásamt 5 dl að vatni. Látð suðuna koma upp og sjóðið í 1 klst.
- Skerið niður grilluðu papríkuna og tómatana og setjið í skál.
- Bætið kjúklingabaununum, fetaostinum, klettasalatinu og furuhnetunum út í ásamt tilbúnu hveitikornunum.
- Þið ráðið hvort þið notið olíuna af fetaostinum eða hellið saman ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar og skellið yfir salatið.
- Gott er að láta þetta salat standa í amk klukkustund í kæli og bera svo fram.
Morgunverður
Orkuskot sem kemur þér sko af stað!
Uppskrift:
- 6 gulrætur
- 1 frekar stór epli
- engifer eftir smekk (engferði er bragðmikið þannig ég nota ekkert rosalega mikið)
- klaka
Aðferð:
Ég tek utan af gulrótunum, eplinu og engiferinu set það í djúsvélina.
Þegar að allt er komið í glasið er gott að setja smá klaka, en eftir svona orkuskot erum við svo tilbúin að takast á við daginn.
Kvöldverður
Teriyaki kjúklingur með hvítlauksnúðlum
Innihald
- Teriyaki kjúklingur:600 gr. kjúklingur (beinlaus)
- 400 gr. grænmeti smátt skorið (ferskt eða frosið)
- 1 stk. Blue Dragon Teriyaki sósa (330 ml)
- 4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur (200 gr.)
- 2 stk. hvítlauksgeirar
- 1 stk. kúrbítur
Aðferð
Skerið kjúklinginn í ca 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunnarenninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.
Morgunverður
Sólstafir - ferskur og góður
Hráefni:
- 3 meðalstórar gulrætur
- 1 paprika rauð eða gul
- 2 afhýddar appelsínur
- 3 cm engifer
- 0,5 lítrar kalt vatn og 1 handfylli klakar
Allt sett í blandara og blandað vel
Kvöldverður
Sesam tamari kjötbollur
Kjötbollur:
- 450 g nautahakk
- 2 vorlaukar
- 1 stórt egg
- 1/4 bolli brauðteningar
- 3 msk kóríanderlauf
- 1 msk tamarisósa
- 2 tsk ristuð sesamolía
- 1 tsk ferskt rifið engifer
- smá himalayan salt
- smá svartur mulinn pipar.
- Hitið ofninn í 200-220 gr.
- Saxið laukinn gróft niður, pískið eggið létt, saxið kóríanderlaufin smátt og rífið engiferið niður.
- Setjið nautahakkið í stóra skál ásamt lauknum, egginu, brauðteningunum (bara rista brauð og skera smátt), kóríanderlaufunum, tamarisósunni, sesamolíunni, engiferinu, saltinu og piparnum og blandið öllu vel saman.
- Notið hendurnar til að búa til kjötbollur.
- Setjið bollurnar á bökunarpappír í ofnskúffu eða í eldfast mót og inn í ofn í ca. 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullnar og að fullu eldaðar. Eldunartíminn fer auðvitað eftir því hversu stórar þið viljið hafa bollurnar en þessi uppskrift miðast við ca. 12 bollur.
- Gott að bera fram með fetaosti, sultuðum rauðlauk, sultu og hvítlauksbrauði.
Rauðrófu- og elpasalat:
- 1 rauðrófa
- 2 lífræn epli
- safi úr hálfri lime eða sítrónu
- 1-2 cm rifið engifer
- smá sesamfræ
- ólífuolía
- salt.
- Rífið rauðrófuna og eplin niður.
- Ágætt er að láta rauðrófurnar liggja aðeins í sítrónusafanum áður en öllu er blandað saman því þá mýkjast þær smá.
- Síðan er hægt að bæta hverju sem er útí eins og sellerí, kóríander, zukkini eða bara hverju sem er.
Morgunverður
Grænn ananas smoothie
Hráefni:
- 1/2 bolli af möndlumjólk
- 1/3 bolli af grískum jógúrt
- 1 bolli af baby spínat
- 1 bolli af frosnum banana í bitum
- 1/2 bolli af frosnum ananas í bitum
- 1 msk chia fræ
- 1-2 tsk af hunangi eða hlynsýrópi
Undirbúningur:
Settu möndlumjólkina og jógúrt í blandara, bættu svo spínat, banana, ananas, chia og sætuefninu (ef þú ætlar að nota það), blandið vel eða þar til drykkurinn er orðinn mjúkur.
Kvöldverður
Frönsk lauksúpa
Hráefni
- 4 meðalstórir laukar í sneiðum
- 2 greinar Garðablóðberg
- 1 rif hvítlaukur
- 1 msk sæt soyasósa
- 1 tsk tómatpúra
- 2 msk ólífuolía
- 1 L kjúklingasoð (vatn og kjúklinga teningar)
- salt og ný mulin pipar
- 8 brauðsneiðar
- rifinn ostur, Mozzarella
- 2 msk parmaostur.
Aðferð:
Látið laukinn og hvítlaukinn krauma í olíunni þar til hann er meyr, bætið garðablóðbergi, tómatpure og sojasósunni. Hellið soðinu út á og látið suðuna koma upp smakkið til með salti og pipar.
Setjið ostinn á brauðið. Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið eina brauðsneið á hvorn disk.
Morgunverður
Bananabaka með mangókremi
Kökubotn
- 5 dl kókosmjöl
- 4 dl makadamíuhnetur
- 2 dl aprikósur, smátt saxaðar
- 1 tsk vanilla
- ¼ tsk salt
- 1 msk kókosolía
Bananafylling
- 2 bananar, í bitum
- 3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
- 1 dl döðlumauk
- 1 msk sítrónusafi½ dl kókosolía
Bananalag
- 3 bananar skornir í sneiðar
Mangókrem
- 2 dl kasjúhnetur, sem hafa legið í bleyti í 2 klst – má nota makadamíuhnetur
- 1 dl kókosmjólk
- 1 dl chia gel
- 1 mangó, afhýtt og steinhreinsað – má nota frosið (um 2 dl)
- 15 cm stöngull sítrónugras, ystu grófu blöðin fjarlægð og stöngullinn smátt saxaður
- 4 msk hunang
- 2 msk kókosolía
- 2 msk sítrónusafi
- ¼ tsk salt
Ofan á
Fullt af ferskum ávöxtum og/eða berjum
Botn
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Deigið er tilbúið þegar það klístrast saman. Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti og látið stífna smá stund áður en fyllinging er sett útí bökuskelina.
Bananafylling
Setjið bananana í blandara og maukið, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið þar til alveg mjúkt og kekklaust. Hellið fyllingunni oná bökuskelina og dreifið jafnt úr.
Bananalag
Raðið bananasneiðunum ofan á bananafyllinguna.
Mangókrem
Setjið allt í blandara og blandið þar til alveg kekklaust. Hellið ofan á bananasneiðarnar og dreifið úr kreminu.
Skreytið með ferskum ávöxtum og/eða berjum.
Kvöldverður
Roastbeef með sætum kartöflum og wasabi sósu
- 500 gr roastbeef
- salt og pipar
- Ólífuolía
- 2 tsk chilliduft
Takið kjötið og dreifið olíu yfir það allt vel og vandlega. Kryddið með salti og pipar og chillidufti eftir smekk og nuddið kryddið vel inn í kjötið. Hitið pönnuna vel og steikið í nokkrar mínútur á hverri hlið. Setjið svo í eldfast mót og verið búin að hita ofninn í 150°C. Það er best að nota kjöthitamælir og stinga honum í þykkasta hlutann af kjötinu og þegar kjötið hefur náð 62°C í innri hita þá er það tilbúið en það getur tekið 45 mínútur.
Sósa:
- 3 msk majónes(notaði sítrónumajónes frá Nicolas Vahé)
- 3 msk sýrður rjómi
- salt og pipar eftir smekk
- wasabi paste eftir smekk
Blandið öllu saman í skál og smakkið til því það er svo mismunandi hversu sterka maður vill hafa sósuna. Svo er gott að gera hana og láta hana standa í nokkra stund áður en maður ber hana fram.
Kartöflur:
- 1 sæt kartafla
- chilliolía
- salt og pipar
- 1 hvítlauksrif pressað
- smá kartöflumjöl
Takið kartöfluna og afhýðið hana og skerið í langa strimla eins og franskar kartöflur. Setjið í eldfast mót með smjörpappír í botninum. Setjið kartöflurnar í mótið og dreifið yfir kryddi, olíu og kartöflumjöli og veltið þeim upp úr þessu.
Setjið í ofninn með kjötinu en þær þurfa svona hálftíma – en það er gott að þegar maður tekur kjötið út er gott að hita grillið í ofninum og láta þær vera inn í ofninum 10 mínútum lengur til þess að þær verði stökkar og góðar.
Ég var með strengjabaunir með en það er auðvitað bara spurning hvað manni finnst best að hafa með hverju sinni.
Tengt efni: