Viltu breytingar - hugleiðing Guðna í dag
Oft er fólk ekki tilbúið til að framkvæma eða breyta um viðhorf, jafnvel þótt það segist vilja breytingar.
Þegar ég bið fólk um að gera áætlun fyrir lífið – sem inniheldur skilgreindan tilgang, markmið og sýn – þá fara langflestir í viðnám og tregðu.
Allt þetta segir mér að allir vilja vera eins og þeir eru, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Við- námið opinberar vilja einstaklingsins og hvaða heimild hann hefur til að lifa lífinu í ljósi og hamingju.