Viltu láta endurlífga þig?
Það er að ýmsu að hyggja við lífslok. Þjóðkirkjan hefur gefið út bækling sem heitir Val mitt við lífslok og þar er komið inná marga þætti sem snúa að meðferð við lífslok og fyrirkomulagi jarðarfarar, þegar fólk yfirgefur þennan heim. Með því að fylla út reiti í bæklingnum útbýr fólk svokallaða lífsskrá.
Í formála bæklingsins segir, að megintilgangur þessarar skrár sé að styðja fólk við að ákveða hvernig það óskar að hafa útför sína og annað sem tengist lífslokum þess. „ Vonandi gefur hún þér tækifæri til að koma á framfæri við ástvini þína vilja þínum varðandi lífslok þín, jafnframt því að opna umræðu um dauðann. Það er oft erfitt að hefja umræðu um dauðann við sína nánustu, en lífslokaskráin gæti auðveldað það. Oft þarf að taka erfiðar ákvarðarnir þegar horft er fram á alvarleg veikindi, andlát og útför “, segir í bæklingnum.
Viltu deyja heima eða á sjúkrahús?
Á einni af fyrstu blaðsíðunum er fjallað um lífslokin og mönnum gefið tækifæri til að velja, hvað þeir vilja að gert verði, hafi læknar greint þá deyjandi og þeir séu ekki færir um að taka ákvarðanir sjálfir, vegna andlegs eða líkamlegs ástands af völdum sjúkdóma, eða slysa. Þannir er hægt að velja nokkur mismunandi svör, sem sjá má hér fyrir neðan.
Ég vil að allar meðfeðir beinist að því að viðhalda lífi og starfsemi líffæra eins lengi og gagn er að, miðað við aðstæður. Áhersla skal lögð á umönnum og vellíðan mína.
Ég vil ekki meðferðir til að lengja líf mitt. Ég vil ekki endurlífgun. En ef endurlífgun hefur þegar hafist, vil ég að hún verði stöðvuð. Ég óska eftir því að við lífslok verði áherslan í meðferð og umönnun þannig að andleg og sálarleg og líkamleg líðan mín verði eins góð og aðstæður leyfa og aðaláherslan verði lögð á að draga úr einkennum og þjáningu.
Ég treysti fjöslkyldu minni til að taka rétta ákvörðun varðandi meðferð mína í samráði við lækni.
Ég vil fá að deyja heima ef það er mögulegt.
Ég vil fá að deyja á sjúkrahúsi.
Viltu vera líffæragjafi?
Fólk er einnig spurt um líffæragjöf . . . LESA MEIRA