Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefst í sautjánda sinn
Ágæti Lífshlaupari.
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí.
Ef þið eruð ekki búin að draga fram hjólið nú þegar er tilvalið að fara að huga að því að gera það klárt fyrir Hjólað í vinnuna og sumarið! Skráning hófst þann 24. apríl og í undirbúningi er hægt að nota þetta flotta kort þar sem hægt er finna bestu leiðir í og úr vinnu. Á heimasíðu okkar er einnig hægt að finna fleiri skemmtileg kort undir Göngu- og hjólastígakort.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávalt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra. Einnig verða í gangi liðstjóraleikur, skráningarleikur og myndaleikur og eiga allir skráðir þátttakendur möguleika á að vinna glæsileg verðlaun frá Erninum og Nutcase.
Við óskum hér með eftir ykkar liðsinni við að hvetja aðila innan þíns fyrirtækis til þátttöku í verkefninu þetta árið. Við hvetjum ykkur til að segja frá verkefninu á ykkar heimasíðum og samfélagsmiðlum. Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna, 2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu 3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð. 4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn). 5. Skráningu lokið Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hjoladivinnun@isi.is.
Virðingarfyllst,
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
|
|
|
|
Sendu okkur efni
Við hvetjum alla þátttakendur til að deila með okkur reynslu sinni úr Hjólað í vinnuna.
Sendið okkur skemmtilegar sögur, myndir eða myndbönd í tengslum við þátttöku ykkar í Hjólað í vinnuna.
Fyrir myndir - @hjoladivinnuna á Instagram
Fyrir myndbönd - Hjólað í vinnuna á Facebook
Fyrir frásagnir - Heimasíðan hjoladivinnuna.is
|
|