Yfirvofandi verkföll í heilbrigðiskerfinu
Embætti landlæknis fylgist með áhrifum verkfalla á sama hátt og gert var síðastliðinn vetur og vor.
Embætti landlæknis fylgist með áhrifum verkfalla á sama hátt og gert var síðastliðinn vetur og vor. Embættið hefur þegar óskað eftir áliti stjórnenda heilbrigðisstofnana á hugsanlegum áhrifum verkfalla Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR). Svör eru enn að berast.
Að mati stjórnenda Landspítala munu mörg hundruð starfsmenn, sjúkraliðar, ritarar, starfsmenn skiptiborðs, starfsfólk sem vinnur við dauðhreinsun, tölvumál, geðsvið o.s.frv. fara í verkfall.
Verkföll nú bætast ofan á þann uppsafnaða vanda sem er afleiðing fyrri verkfalla og sumarleyfistíma starfsfólks. Ástæða er til að ætla að áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið verði umtalsverð og skaðleg og að heilsu sjúklinga verði sem fyrr stefnt í hættu.
Það er því mat embættisins að það sé engin ástæða til þess að bíða eftir þessum skaðlegu áhrifum, heldur fylgja fordæmi vorsins og binda endi á verkföll SLFÍ og SFR eins fljótt og auðið er.
Landlæknir