Fara í efni

Ýmsar birtingarmyndir ofbeldis

Ofbeldi á aldrei rétt á sér.
Ýmsar birtingarmyndir ofbeldis

Einangrun:

  • Kemur í veg fyrir að hún geti sótt vinnu, skóla, félagsstarf, tómstundastarf.
  • Kemur í veg fyrir að hún hitti/eigi samskipti við fjölskyldu og/eða vini.
  • Tekur af henni persónuskilríki, greiðslukort, ávísanahefti, ökuskírteini og fleira þess háttar.
  • Eltir hana, fylgist með henni.
  • Opnar póstinn hennar.
  • Notar símnúmerabirti til að fylgjast með hverjir hringja til hennar.
  • Hringir stöðugt heim til að vita hvort hún sé ekki heima.
  • Fjarlægir símann.
  • Spyr í þaula hvar hún hafi verið, hvað hún hafi verið að gera og hverja hún hafi hitt.Tortryggir gjarnan svörin.

Efnahagsleg stjórnun:

  • Takmarkar aðgang hennar að peningum.
  • Skammtar peninga, sem varla (eða ekki) duga fyrir nauðsynlegustu útgjöldum.
  • Þvingar hana til að biðja um hverja krónu og/eða gera grein fyrir hverri krónu.
  • Segir ósatt um stöðu fjármálanna, eða heldur fjármálunum leyndum.
  • Kemur í veg fyrir að hún starfi utan heimilis, eða ráðstafar launum hennar.
  • Tekur af henni peninga s.s. inneign í bankabók, arf o.fl.
  • Kemur í veg fyrir að hún hafi greiðslukort, banka-eða ávísanareikning.
  • Ráðstafar einn, og oft án hennar vitundar, sameiginlegum peningum þeirra.

Hótanir:

  • Ógnar/hótar henni án orða s.s. með bendingum, hreyfingum eða svipbrigðum.
  • Kastar/eyðileggur hluti.
  • Eyðileggur persónulegar eigur hennar – og/eða annað sem henni er kært.
  • Meiðir eða fargar gæludýrum á heimilinu.
  • Meðhöndlar hnífa, vopn eða aðra hluti til að ógna henni.
  • Hótar að drepa hana eða börnin.
  • Hótar að fyrirfara sér.
  • Hótar að láta reka hana úr landi, ef hún er af erlendum uppruna.
  • Hótar að láta leggja hana inn á geðdeild.
  • Hótar að segja „öllum“ hvað hún er „geðveik“.

Tilfinningaleg kúgun:

  • Brýtur hana niður.
  • Hrópar/öskrar á hana.
  • Uppnefnir hana, gerir lítið úr því sem hún gerir, hæðist að henni.
  • Gagnrýnir hana, setur stöðugt út á hana og verk hennar.
  • Niðurlægir hana fyrir framan aðra.
  • Lætur hana finna fyrir vanmetakennd og að hún sé heimsk eða barnaleg.
  • Telur henni trú um að eitthvað sé að henni t.d. geðveiki.
  • Stöðugar ásakanir, m.a. ásakar hann hana fyrir mistök sem hann sjálfur gerir.
  • Ruglar raunveruleikanum, m.a. með því að segja að hennar upplifanir, útskýringar og túlkanir séu rangar.

Kynferðisleg misnotkun:

  • Spottar/niðurlægir hana kynferðislega.
  • Þvingar hana til kynlífsathafna, sem hún er mótfallin.
  • Hótar að misbjóða börnunum kynferðislega.
  • Þvingar hana til að horfa á klámmyndir og/eða skoða klámblöð.
  • Nauðgar henni, eða hótar nauðgun.

Líkamlegt ofbeldi:

  • Ýtir, hrindir eða slær til hennar.
  • Snýr upp á útlimi.
  • Heldur henni fastri, varnar útgöngu.
  • Lemur hana, brennir hana.
  • Skaðar hana t.d. með hnífi, barefli, belti, ól eða öðru þess háttar.

(Assessing Woman Battering in Mental Health Services, 1998. Edward W. Gondolf. ISBN 0-77619-1107-3). Vilborg G. Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur tók saman og þýddi 1998.

Greinin er fengin af vef Kvennaathvarfsins og er birt á vef doktor.is með góðfúslegu leyfi.