Fara í efni

YOGA Í HITA eða Hot Yoga?

Yoga er nafn yfir líkamsæfingar og huglægar æfingar
Prófaðu einfalda æfingu eins og þessa
Prófaðu einfalda æfingu eins og þessa

Yoga er nafn yfir líkamsæfingar og huglægar æfingar þar sem við samræmum huga og líkama. 

Ég sjálf kunni ekki að meta hefðbundna yogatíma fyrr en ég kynntist ákveðinni kennslu-aðferð sem kennd er við ákveðið hitastig og æfingarnar sem kenndar eru þannig að maður er leiddur í hverja stöðuna fyrir sig með upplýsingum um hvert smáatriðið í beitingu líkamans og öndun.  Öndun er lykilatriði í Yoga og ég get ekki sagt það nógu oft hversu mikil áhrif það hefur ef maður nær að “stjórna” önduninni rétt með æfingunum, þá fyrst finnur maður fyrir áhrifunum og verður meðvitaðari um æfinguna.  

Prófaðu einfalda æfingu eins og að sitja með fótleggina saman og beina fyrir framan þig og bakið upprétt, handleggirnir slakir og tilltu lófunum sitthvorum megin við mjaðmirnar.  Þetta er staða kölluð “staff pose”.  Prófaðu bara að einblýna á öndunina og teldu upp á fimm þegar þú andar að og frá (fimm sekúndur).  Sjáðu til þess að þú sért að fylla alveg lungun og haltu inni í þér andanum í 2 sekúndur og stjórnaðu svo hægari fráöndun á fimm sekúndum.  Þú ættir að finna fyrir teygju undir fótleggjunum.  Næsta skref er að halla sér fram og grípa undir fætur og halda táberginu uppi en farðu varlega niður á við með bakið alveg beint, ef þú nærð ekki að grípa undir fæturna þá beygirðu hnén aðeins þangað til þú nærð taki undir fæturna.  Passaðu þig á því að hafa bakið alltaf beint og axlirnar slakar.  Þyngdu þig niður á við eftir því sem þú getur án þess að spenna axlir og kúrfa bakið.  FInndu stigið þitt og einblýntu mest á það að halda bakinu beinu og fótleggjunum virkum.  Prófaðu að telja upp á fimm þegar þú andar að og frá og við hverja fráöndun reynir þú að fara dýpra en gefðu þér rými fyrir aðöndunina.  Losaðu aðeins um á aðöndun en farðu aftur á sama stað eða dýpra á fráöndun. 5 andardrættir nægja.

Svona virkar yoga.  Þú verður að leggja þig mest fram við öndunina og að halda líkamanum í réttri stöðu..  Passaðu þig á því að þröngva þér ekki of djúpt.  Haltu þar sem þú finnur fyrir teygju og virktu blóðrásina með djúpri og hægari öndun.

Það er svo merkilegt að þessar einföldu leiðbeiningar eru yfirleitt ekki nægar.  Yfirleitt viljum við fara lengra og spennum þá upp svæðið á milli háls og axla og finnum gjarnan fyrir streitu þar. 

Ég minni á áhrifin sem verða við reglulegar æfingar sem þessar:

Yoga (almennt yoga og enn meiri virkni í hita) bætir:

Sogæðakerfið

Örvun sogæðakerfis hjálpar til við meltingu eða hægðir

Hrein brennsla á hitaeiningum á sér stað

Þú styrkir vöðva og þol

Þú róar huga og skerpir einbeitingu