Kryddaðu tilveruna með þessari Zesty jurtasósu sem á rætur sínar að rekja til Afríku
Þessi jurtasósa er notuð í Algeríu, Marokkó og Túnis.
Hún er yfirleitt notuð sem marinering á fisk eða kjöt.
Hins vegar geta grænmetisætur notað hana með tófú eða bara nákvælega eins og þeim lystir.
Hráefni:
3 msk af extra virgin ólífu olíu
½ bolli af fínt söxuðum rauðlauk
1 tsk af sjávar salti
3 stórir hvítlauksgeirar – kramdir
1 ½ tsk af kummin fræjum – ristuð og möluð
½ tsk af papriku kryddi
¼ tsk af ferskum svörtum pipar
1/8 tsk af cayenne pipar
3 msk af ferskum sítrónusafa
1 msk af ferskum appelsínusafa
2 msk af vatni
¼ tsk af habanero chilly pipar
Klípa af saffron kryddi
1 ½ bolli af hökkuðu kóríander
½ bolli af ferskri steinselju
Leiðbeiningar:
Hitið olíuna á meðal stórri pönnu á meðal hita.
Bætið lauk og salti á pönnua og látið krauma þar til laukurinn er orðinn mjúkur, c.a 5 – 7 mínútur.
Bætið nú við hvítlauk, kummin, paprikukryddi, pipar og cayenne og látið malla í 2 – 3 mínútur.
Takið til hliðar og látið kólna í smá stund- um 5 mínútur.
Bætið nú við sítrónusafanum, appelsínusafanum, habanero chilly og saffron, og blandið vel saman þar til allt hefur blandast jafnt.
Hrærir nú saman við kóríander og steinselju.
Smakkið og kryddið með salti eða pipar ef þess þarf.
Þetta má auðvitað borða strax en ef á að geyma, notið þá gott loftæmt box og geyma í ísskáp. Má geyma í eina viku.
Njótið~
Sendið okkur mynd á Instagram #heilsutorg