Góðan daginn.
Ég er svo oft spurð "Hvernig gastu þetta"
Jú 10 ára slæmt bílslys og bakbrotna.
Þarna byrjar vandinn.
Brotna á þremur stöðum í baki ásamt fleiri áverkum.
Drukkinn bílstjóri ...sem ekki viss mun á bremmsu né bensíngjöf þann daginn.
Árin líða og ég dett útúr öllu því sem eitthvað tengist íþróttum.
Hafði gaman af að synda sem barn en verkir og "passa sig" og ég dróg mig til hliðar.
Ég lendi svo í öðru bílslysi um 25 ára aldurinn.
Fæ slæma hálsáverka og brotna á fæti.
Upp úr því þarf ég aðgerð á hinum fætinum.....
Ég byrja hlaða á mig kílóum ...
Og ég fer í jó-jó ....megranir hægri vinstri.
Þori aldrei almennilega að fara í neina hreyfingu.
"passa sig" ....
Ég greinist með MS sjúkdóminn.....fer upp og niður með honum.
Tvisvar lendi ég í alvarlegri lömun.....í hjólastól.
Upp úr hjólastól....Reykjalundur og Grensársdeild....kraftarverkin gerast þar.
Kílóin hlaðast á og ennþá meira "passa sig" dæmið .
Jó-jó ...megranir og vitleysan heldur áfram.
Líkaminn alveg handónýtur.
Og ég sé ekki fram á að þetta sé eitthvað að fara skána.
Endalausar sjúkraþjálfanir.
Endalausar pillur....og endalaus kíló hlaðast á.
Þetta allt saman .....hefur komið fyrir mig.
Og það var annað hvort að gefast upp..jú þetta er hellingur.
Eða hreinlega að byrja upp á nýtt.
Breyta öllu sem hægt er að breyta :)
Hætta að velta mér upp úr því sem hefur orðið.
Og einbeita mér á framtíðina.
Hætta að pæla of mikið í þessu "passa sig" dæmi og kíla á hlutina :)
Allt er hægt.
Svo sannarlega er allt hægt.
Og maður þarf ekki að gera neitt svakalega mikið til að hreinlega umbreyta sjálfri sér yfir í hraustara eintakið :)
Mataræðið....það þarf ekkert að fara út í neina allsherjar hreinsun !
Þoli ekki þetta orð...."hreinsun"
Fæ alltaf skítafílu tilfinningu....eins og eitthvað sé svo óhreint.
Líkaminn þarf að fá að aðlagast.
Kynnast hollum mat.
Við erum öll allskonar.
Og það að ætlast til að venjulegt fólk geti farið úr sínu mataræði sem er kannski alveg á mörkum þess að vera alls ekki í lagi...yfir í hreinsanir og djúsdrykkju dögum saman....
Dúddamía....það virkar alla vega ekki á mig :)
Ég mæli mikið frekar með að kynna sér hvað er í boði fyrir ÞIG.
Hætta að eltast við "jón og gunnu" sem eru alltaf með þetta :)
Heldur finna út hvað gæti hentað fyrir þig !
Ekki bara elta....
Sumir geta komið sér í betra form með djúsdrykkju.
En við erum öll allskonar og þurfum að fá að finna okkar takt.
Ég hef löngu sagt skilið við kúra , hreinsanir og allsherjar átak :)
Lifi bara á hollum góðum mat.
Hreyfi mig og þverneita einhverju ofbeldi í átt að örmjórri Sólveigu :)
Njótum lífsins og hættum að beita okkur ofbeldi fyrir nokkrur grömm á vigtinni!
Komin í gallann...og nú verður tekið á því :)