Samkvæmt upplýsingum úr Talnabrunni Landlæknisembættisins reyktu tæp 15 prósent karla og kvenna daglega á aldrinum 50 til 59 ára árið 2013. Í aldurshópnum 60 til 69 ára var hlutfallið tæp 11 prósent og í næsta aldurshópi þar fyrir ofan 70 til 79 ára var hlutfallið rúm 5 prósent.
Margskonar ráðgjöf er í boði fyrir þá sem vilja hætta má þar nefna Reyklausa símann, 8006030 en í hann er hægt að hringja alla daga á milli 17 og 21.
Ráðgjöfin er einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum hvers og eins.
Á vefnumreyklaus.is og á vef Landlæknisembættisins og Krabbameinsfélagsins og á doktor.is er sömuleiðis að finna gagnlegar upplýsingar um hvernig best sé að hætta og hvaða heilsufarslegan ávinning fólk hefur af því að drepa í...LESA MEIRA