Góðan daginn.
Já þetta með að hætta ekki heldur halda bara áfram .
Að gefast ekki upp.
Heldur ýta sér aðeins lengra áfram....
Margir spyrja mig "Er þetta ekki komið gott Sólveig mín"
Ég veit stundum ekki alveg hvernig ég á að svara :)
komið gott af hverju þá?
Á ég að hætta hreyfa mig....af því ég er búin að hreyfa mig nóg?
Eða skella mér í skyndibitann af því ég er búin að vera á ofurhollu fæði of lengi?
Skil ekki alveg lengur þessa spurningu :)
En ég hef sjálf spurt marga hið sama í gegnum tíðina.
Þá skildi ég ekki þetta BRÖLT
Ætlaði manneskjan ekki að hætta....hún var orðin mjó.
Það er sennilega alltaf þessi hugsun til í okkur.
Að komast á áfangastað henda sér yfir marklínuna og koma sér vel fyrir innan marksins
En þetta virkar sem betur fer ekki svoleiðis því þá verður maður alltaf að koma sér á byrjunar reitinn aftur og aftur....ef þetta á að vera spretthlaup með endi.
Þetta verður að vera lífsstíll sem hver og einn finnur fyrir sig.
Bæði matarlega séð og hreyfingalega séð.
Þetta er endalaust langhlaup....pínu skemmtiskokk :)
Bara aldreri gefast upp
Jæja komin í gallann þá er það Heilsuborgin .
Rífa aðeins í þetta allt saman svona til að byrja helgina.
Njótið dagsins.