Góðan daginn.
Jæja tíminn flýgur vikan hálfnuð .
Og það er að skella í júlí mánuð.
Skulum vona að Júlí verði sumar og sól hérna á Höfuðborgarsvæðinu.
Langar lítið meira en eiga smá kósý tíma út í garði og bretta tærnar aðeins út í loftið
Ég fæ svo ótrúlega mikið af skilaboðum.
Og þykir svo vænt um þessi skilaboð.
Fæ oft svo falleg skrif :)
En það koma inn á milli skrif þar sem ég vildi óska að ég gæti knúsað viðkomandi FAST.
Offita.
Offita er ekki bara feitt fólk og offitu vandi.
Offita eru oft slæmar tilfinningar og lélegt sjálfsmat.
Offita getur líka verið uppgjöf.
Offita getur verið tæki til að fela sig.
Offita er ekki bara eitthvað sem er EITT og allir geta rifið af sér mér glansi brag.
Ekki allir geta bara misst tugi kílóa einn tveir og.
Því fyrst þarf að finna út úr vandamálinu.
Sættast við orðin hlut.
Vilja sjálfum sér betra líf en heim offitunar sem eru sem hlekkir og þyngjast um öklana á manni við hvert kíló sem hleðst á mann,.
Eitt átaksnámskeið getur dugað fyrir einhverja.
En það dugði ekki á mig .
Ég var að stappa í drullupollum og berja sjálfan mig niður fyrir aumingjaskap áður en ég gat tosað mig upp og byrjað að vinna í sjálfri mér.
Og það sem virkaði .
Ég sættist við orðin hlut.
Hvert kíló og öll misheppnuðu "megrunar" plönin.
Leit í spegilinn og byrjaði.
Gat ekki horft á spegilmyndina.
Því hún var of sönn.
En hægt og rólega byrjaði ég að reyna koma sjálfri mér í trú um að ég væri vinur,
Ekki óvinur sem ætlaði að bíða færis og rakka niður fyrir offát.
Það var liðin tíð.
Ég ætlaði bara að hrósa.
Shit hvað þeta var erfitt í byrjun :)
Að brosa framan í spegilinn og reyna þetta leikrit....sem var hreinn raunveruleiki.
En einn dagur í einu.
Með hjálp.
Og ennþá meiri þrjósku en hægt er að ýmunda sér .
Er ég ennþá að brosa framan í spegilinn.
Fæ yfirleitt nokkuð sannfærandi bros á móti
Þetta er hægt .
það er hægt að koma sjálfri sér í trú um að vera bara OK manneskja.
Þótt aukakílóin séu þarna og allir misheppnuðu kúranir sem þér fylgja :)
Ekki fara í felur með sjálfan þig.
Það er það versta.
Við megum aldrei skammast okkar fyrir að vera við sjálf.
Jæja þetta er orðið alltof langt....
Heilsuborgin í morgunsárið .
Þetta gerir sig ekki sjálft.
Komin í gallann og tilbúin í smá átök.
Elska þessa morgna sem ég fæ fyrir sjálfan mig.
Því ekkert kemur sálinni meira til hjálpar en góð útrás á þungum lóðum
En byrjaðu fyrst bara á því að mæta.
Lóðin þyngjast.
Eigið góðan dag.