Fara í efni

11 mistök sem karlmenn gera í rúminu – Konur segja frá

Kynlíf getur verið dásamlegt, þrungið spennu og falið í sér mikla nánd og ástúð – sé rétt á spilum haldið, en ef samskiptaleysi sökum feimni þjakar elskendur getur illa farið.
11 mistök sem karlmenn gera í rúminu – Konur segja frá

Kynlíf getur verið dásamlegt, þrungið spennu og falið í sér mikla nánd og ástúð – sé rétt á spilum haldið, en ef samskiptaleysi sökum feimni þjakar elskendur getur illa farið. 

Á Reddit er að finna forvitnilegan samskiptaþráð þar sem kvenkyns notendur ræða sín á milli um algengustu mistök sem karlmenn gera í rúminu.

Umræðuþráðurinn ber heitið: „the most common mistakes guys make in bed“ og varpar ansi hreinskilnu ljósi á hvað konur telja fráhrindandi í rúminu og getur eflaust hjálpað ófáum karlinum að vega og meta hvernig best og áhrifaríkast er að gæla við konu svo bæði megi ná hámarki fullnægingar og njóta atlotana í botn.

Sé einhver hér að velta því fyrir sér hvers vegna einungis karlmenn eru teknir fyrir í þræðinum og varpa upp þeirri spurningu hvers vegna konur séu undanskildar fyrrgreindri gagnrýni, bendum við hins vegar á umræðuþráðinn: biggest mistakes girls make sem einnig er að finna á Reddit og tekur á þeim klaufaskap sem konur geta tekið upp á í svefnherberginu líka.

Hér að neðan má finna samantekt í íslenskri þýðingu, en það var lífsstílsvefurinn AskMen sem tók saman fáein svör sem bar upp í umræðuþræðinum og við endurbirtum hér.

Athygli skal vakin á því að svörin eru óvægin og mjög myndræn í eðli sínu og því er rétt að vara lesendur við áður en lengra er haldið; ekki er ætlunin að særa blygðunarkennd lesenda heldur einungis varpa ljósi á það hvernig kynin tvö ræða saman sín á milli undir fjögur augu þegar kynlíf ber á góma: 

#1 – Slakaðu á bensíngjöfinni:

„Ég meina, þú kannski finnur snípinn en hamast á honum eins og þú sért að reyna að veita mér núningssár af bruna?”

lynnspiracy-theories

„Þegar gaurinn reynir að nudda þig, en þrýstir svo fast á snípinn að það er eins og maðurinn sé að reyna að nudda í gegnum snípinn og bora niður í lífbeinið eða eitthvað. Ef gellan veinar ekki: „Oh, fastar, fastar, gerðu fastar!” þar til þú ert einmitt farinn að hamra á snípinn, ekki nudda þá fastar.  Plís. Bara ekki gera það. Nuddaðu bara blíðlega í byrjun og vertu viss; ef hún vill að þú sért harðhentari, þá lætur hún þig vita.”

Violetslittlebitch

#2 – Dauðaþögn:

„Láttu heyra í þér. Dauðaþögn er ekki sexí.”

luala

#3 –  Ekki slefa upp í munninn á mér:

„Alltof margir gaurar galopna munninn þegar þeir fara í sleik og það er alveg eins og þeir séu að reyna að éta á mér andlitið.”

loki8481

#4 – Píkan á mér er ekki sjálfsali, sem hægt er að plokka týnda peninga út úr:

„Ekki stinga fingrunum inn í leggöngin á mér og gramsa eins og þú sért að reyna að finna týnda smápeninga.”

twoe

#5 – Hæ og klipptu á þér fingurneglurnar!

„Það er ekkert gott að vera fingruð af karlmanni með langar fingurneglur. Ekki hreyfa puttana ótt og títt inn og út úr píkunni á mér, eins og ég þurfi bara á fimm sekúndna forleik að halda. Það er ekki nóg til að væta mig að neðan. Í alvöru, það vill engin kona fá granna fingur sem herma eftir hreyfingum getnaðarlims, með hvassar fingurneglur á endanum – ótt og títt inn og út úr þurrum leggöngum.”

Solsed

„Já! Gerðu það, ekki draga puttana út og nuddaðu frekar leggöngin og þrýstu þeim hæfilega langt inn. Ekki hreyfa puttana í takt við typpi og ekki herma eftir samförum þegar þú stingur fingrunum inn í leggöngin. Puttarnir geta gert kraftaverk fyrir forleikinn og þú getur fullnægt konu með puttunum, öfugt við það sem typpið getur. Notaðu puttana þér í vil. Í alvöru.”

FrogusTheDogus

„Mig langar bara að bæta því við, að þú ættir aldrei að nota broddinn á fingurgómunum, heldur nudda með flötum fingurgómi þegar þú gælir við píkuna. Meira að segja þó þú sert með mjög stuttklipptar neglur, því neglur sem eru klipptar upp í kviku geta verið hvassar líka. Ekki beygja puttana og ekki nota oddinn á fingurgómunum, því annars getur konunni liðið eins og þú sért að reyna að kroppa G-blettinn af.”

reijn

#6 – Haltu þér við áætlunina:

„Þegar kona segir: “Já, nákvæmlega svona!” skaltu taka hana alvarlega. Konan meinar hvert orð. Hún er ekki og aldrei að meina að þú eigir að gefa í, þrýsta fastar eða jafnvel fara dýpra. Hún er að meina: EINMITT-SVONA-JÁ-EKKI-BREYTA-NEINU!”

Smelltu HÉR til að klára þessa forvitnilegu grein af vef sykur.is 

 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?