Það kannast allir við það, sem hafa verið í löngum samböndum, að kynlífsneistinn er mikill í byrjun sambanda en á það svo til að minnka með tímanum og í sumum tilfellum slokknar alveg á kynlöngun fólks.
Hér eru 9 ráð fyrir þá sem vilja halda kynlífinu spennandi þrátt fyrir langtímasamband:
1. Hafðu það fallegt
Þér verður að líða eins og þú sért kynþokkafull/ur til þess að eiga gott kynlíf. Ný og sexy nærföt fyrir konuna eru góð byrjun.
2. Daðrið við hvort annað
Sendið hvort öðru daðursleg skilaboð yfir daginn. Gerið hvort annað spennt fyrir að hittast og byggið spennuna upp fyrir kvöldið og kynlífið verður æðislegt.
3. Gerið andrúmsloftið sexý
Slökkvið á sjónvarpinu og kveikið á nokkrum kertum. Gerið svefnherbergið að ykkar stað sem þið eigið ykkar unaðsstundir.
4. Bara kossar
Gerið samkomulag um að stunda ekki kynlíf. Þið megið bara kyssast og láta vel af hvort öðru, kannski eins og 2 kvöld í röð. Þegar „ekki má“ stunda kynlíf byggist upp mikil kynferðisleg spenna sem þið fáið svo útrás fyrir.
5. Komið hvort öðru á óvart
Komið hvort öðru á óvart. Það er hægt að gera með því til dæmis að konan sleppi því að klæðast nærfötum og láti karlmanninn komast að því. Karlmaðurinn gæti líka komið konunni á óvart með því að bjóða henni beint í nudd þegar hún kemur heim að kvöldi.
6. Horfið á erótíska mynd
Það þarf ekki að vera klám til þess að vera sexý. Það eru til fullt af erótískum myndum sem bæði kynin hafa gaman að. Þar má nefna: Body Heat, Belle du Jour, Last Tango in Paris og Like Water for Chocolate.
Sjá einnig : 7 kynlífsstellingar sem karlar elska
7. Prófið nýjar stellingar
Það eru til 60 ólíkar kynlífsstellingar hjá Kama Sutra svo það er engin afsökun fyrir því að prófa ekki nýjar stellingar reglulega.
8. Deildu fantasíunum með maka þínum
Segðu maka þínum hvað þig dreymir um að prófa. Hlutverkaleikir eru skemmtilegir og eru bara til þess að krydda kynlífið. Hittist á bar áður en þið farið heim og látið eins og þið séuð að hittast í fyrsta skipti. Góða skemmtun.
9. Farið útúr svefnherberginu
Stundum þarf bara það eitt að fara útúr svefnherberginu til þess að breyta til. Prófið að stunda kynlíf í eldhúsinu eða í stofunni, undir berum himni, passið bara að það komi enginn að ykkur.
Greinin birtist fyrst á Hun.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.