Fara í efni

Grænt kynlíf

Umhverfisfræðunum er ekkert óviðkomandi. Þú hefur ef til vill staðið þig eins og hetja í að flokka sorpið, ganga og hjóla í stað þess að bruna um á einkabílnum, kaupa minna og þá bara umhverfismerkt! En umhverfismálin einskorðast ekki bara við þessar daglegu athafnir því það þarf líka að huga að ýmsu í svefnherberginu, hinu Helga vé, eins og fram kom í blaðinu The Ecologist í nóvember 2010. Hér á eftir fara nokkur góð ráð úr greininni.
Grænt kynlíf

Umhverfisfræðunum er ekkert óviðkomandi.  

Þú hefur ef til vill staðið þig eins og hetja í að flokka sorpið, ganga og hjóla í stað þess að bruna um á einkabílnum, kaupa minna og þá bara umhverfismerkt!

En umhverfismálin einskorðast ekki bara við þessar daglegu athafnir því það þarf líka að huga að ýmsu í svefnherberginu, hinu Helga vé, eins og fram kom í blaðinu The Ecologist í nóvember 2010. Hér á eftir fara nokkur góð ráð úr greininni.

 

  • Grænn og heilsusamlegur lífsstíll hjálpar til við að viðhalda lönguninni í amstri nútímans. Athöfnin sjálf er líka góð líkamsrækt! Auk þess hafa rannsóknir sýnt að kynlíf sé samofið vellíðan og hamingjuríku lífi.
  • Veldu náttúrulega gúmmísmokka fram yfir þá sem ekki brotna niður í náttúrunni, ef slíkt býðst. Árlega eru notaðir um 10 milljarðar smokka árlega í heiminum sem enda í heimilissorpinu. 
  • Pillan umbylti samfélaginu á sínum tíma. Nú hefur það sýnt sig að hormónaraskandi efni úr pillunni berast í skólpið og út í hringrás vatnsins og hafa áhrif á kynþroska karlfiska. 
  • Sleipiefni eru af ýmsum gerðum en í fæstum tilvikum lífræn og sumar gerðir hafa ekki einu sinni innihaldslista. Sleipiefnin geta verið unnin úr jarðolíu, fitu, plastefnum, og innihalda jafnvel efni sem talin eru geta raskað hormónajafnvægi í líkamanum.
  • Leikföngin eru misjöfn að gæðum og gerðum. Því miður er meirihluti þeirra gerður úr PVC plasti sem inniheldur þalöt sem eru hormónaraskandi og vinyl klóríð sem er krabbameinsvaldandi. Við framleiðslu og brennslu á PVC losnar eitt af skaðlegustu efnum sem til eru, díoxín. Ýmis leikföng eru framleidd úr gleri sem er mun umhverfisvænni kostur. Veljið endurhlaðanlegar eða Svansmerktar rafhlöður í rafknúin leiktæki.

 

Upplýsingar um leikföng ástarlífsins af heimasíðu Miljøstyrelsen í Danmörku.

 

Fengið af vef ust.is 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?