Við sem höfum lesið heitar rómans bækur vitum að í þeim getur ástarleikurinn varið klukkutímum saman.
En hér í raunveruleikanum þá er þetta stundum eins og maraþon og þú spyrð þig eftir að allt er búið „var þetta allt og sumt?“.
En staðreyndin er þessi, flest okkar vilja að ástarleikurinn standi ekki yfir lengur en 15 mínútur. (á auðvitað ekki við um alla).
Í stuttum en góðum ástarleik þá er pressan minni,því þú ert ekki að bíða eftir fullnægingu aldarinnar heldur er það spennan við að ná að klára sem gerir stuttan ástarleik afar skemmtilegan ….(ég er alveg að koma….)
Og til að gera einn stuttan sem allra bestan þá eru hér nokkur góð ráð.
Að kela svolítið og kyssast eykur örvun. Kossar auka á alla örvun í líkamanum því þeir vekja taugakerfið og alla örvandi hormóna. Kossar gera það líka að verkum að samneyti ykkar ef þið ákveðið að taka einn stuttan verður mun nánara.
Af hverju að eyða tímanum í að rífa sig úr öllu ? Málið er nefnilega að það er æsandi að vera í einhverju af fötunum. (samt ekki sokkunum) Þið eruð stödd á stað þar sem einn stuttur er kannski staður sem þið mynduð vanalega stunda kynlíf en það gerir þetta ennþá meira spennandi.
Einn stuttur upp í rúmi gerir sennilega ekki mikið en takið fimm mínútur í sturtunni til að krydda upp á kynlífið. Eða í eldhúsinu ef þið eruð bara tvö heima. Það á að vera gaman að skella í einn stuttan og nóg er af stöðum á heimilinu til þess að prufa. Verið ævintýragjörn, það æsir leika til muna.
Að tala saman á meðan á kynlífi stendur hvort sem það er á dónalegu nótunum eða falleg orð um hvort annað getur verið æsandi. Segið hvort öðru til, hvað er gott og hvað ykkur líkar. Þetta tengir ykkur einnig meira saman sem hjón/par.
Grein af vef health.com