Sko, tæknilega þá er ekki hægt að brjóta typpi því þau skortir eitt mikilvægt efni. Fólk kallar það að vera með “boner” en það er ekkert bein í typpinu.
Það sem við erum í raun að tala um eru sprungur sem myndast í typpinu eða þetta er svona svipað og þegar þú tognar illa.
Typpið er einskonar svampkennt rör með æðum og pakkað í afar endingargóða, næstum gúmmíkennda húð. Þessi húð er kölluð tunica albugiena eða himna limsins, og er það þessi himna sem gerir honum kleift að tútna út sökum blóðrennslis í typpið þegar honum stendur.
Typpið brotnar þegar þessi himna springur eða slitnar. Typpið missir strax reisn, það heyrist nokkurs konar smellur og typpið mun verða marið og bólgið. Þannig að ef þetta kemur fyrir þig þá veistu að eitthvað mikið er að.
Algengast er að typpið brotni þegar rúmfélaginn og þú með typpið þrýstið ykkur saman en typpið er ekki alveg nákvæmlega beint til að fara inn í leggöng. Oftast gerist þetta þegar konan er ofaná. Hún þrýstir sér niður, typpið ekki á nákvæmlega réttum stað og … CRACK
Það eru einnig aðrar stellingar þar sem þetta getur gerst …OUCH
Málið er, að konan er með lífbein sem er akkúrat á þeim stað þegar mikill þrýstingur á sér stað í kynmökum og ef að typpið rennur hálft út og konan er ofaná og þrýstir sér niður af öllum þunga þá er voðinn vís, ef typpið ratar ekki beint inn og skekkist á leiðinni þá má búast við broti.
Það þarf að láta lækni skoða skaðann. Þú getur kælt brotið niður í smá stund áður en farið er á slysó. Þeir sem reyna að bíða eftir því að þetta lagist að sjálfu sér, trúðu mér, það gerir það ekki. Og það er enginn skömm að því að leita sér hjálpar – eftir allt, þetta er jú brot og það þarf að laga.
Þar sem himnan sem umlykur typpið skiptir öllu máli þegar kemur að standpínu þá þarf að láta líta á svona brot strax. Ef þú gerir það ekki þá áttu á hættu að eiga í vandræðum með að ná honum upp.
Heimild: self.com