Fara í efni

K Y N L Í F: Lykillinn að LOSTAFULLU samlífi FORELDRA fólginn í SAMVINNU

Það allra besta sem örþreyttir foreldrar geta gert til að kynda undir glæðunum í svefnherberginu, er að skipta jafnt með sér ábyrgð á umönnun barna sinna. Þetta leiða niðurstöður nýrrar rannsóknar í ljós, en þau pör sem deila með sér verkaskiptingu og annast börn sín til jafns þrífast betur í hjónabandinu og eru sáttari á alla vegu – sérstaklega í svefnherberginu.
K Y N L Í F: Lykillinn að LOSTAFULLU samlífi FORELDRA fólginn í SAMVINNU

Það allra besta sem örþreyttir foreldrar geta gert til að kynda undir glæðunum í svefnherberginu, er að skipta jafnt með sér ábyrgð á umönnun barna sinna.

Þetta leiða niðurstöður nýrrar rannsóknar í ljós, en þau pör sem deila með sér verkaskiptingu og annast börn sín til jafns þrífast betur í hjónabandinu og eru sáttari á alla vegu – sérstaklega í svefnherberginu.

 

Rannsóknin var framkvæmd á vegum ríkisháskólans í Georgia og spannaði nær 500 gagnkynhneigð pör sem að auki eru foreldrar en í ljós kom að þegar karlmaðurinn og konan gengu bæði í þau verk sem þarf að sinna – bleyjuskipti, bókalestur og bílaleiki svo eitthvað sé nefnt, blómstruðu samskiptin á öllum sviðum og kynlífið varð betra með hverjum degi.

Í fréttatilkynningu sem Daniel L. Carlson, höfundur rannsóknarinnar sendi frá sér sagði:

Mikilvægasti þátturinn sem rannsóknin leiddi í ljós er að konur, sem sinna barnauppeldi án nokkurra afskipta frá maka og föður barnanna, lifa mun snauðara og tilbreytingalausara kynlífi en þær konur sem eiga virkari maka sem leggur sitt af mörkum við uppeldið.

 

Til að lesa þessa grein til enda, smelltu þá HÉR

 

Grein af vef sykur.is 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?