Fara í efni

Kynlífið eykst um 100% þegar fólk fer í frí

Kynlíf og frí.
Kynlífið eykst um 100% þegar fólk fer í frí

Auglýsingar dönsku ferðaskrifstofunnar Spies hafa vakið mikla athygli.

Ferðaskrifstofan hefur tengt þær kynlífshegðun Dana og var um tíma með auglýsingar sem gengu út á það að menn þyrftu að taka sér oftar frí til að stunda kynlíf, þannig að dönsku þjóðinni myndi halda áfram að fjölga.

Hér er lausleg þýðing og endursögn úr BT af nýrri auglýsingaherferð ferðaskrifstofunnar.

Gerið það að eilífu

Nú er enn á ný komin auglýsing frá Spies þar sem áfram er horft til kynlífsins. Nýja auglýsingaherferðin „Gerið það að eilífu“ hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum, en henni er beint til þeirra sem eru búnir að fjölga þjóðinni, eiga börn sem trufla kynlífið eða eru farnir að eldast og hættir að stunda kynlíf í sama mæli og áður.  Spies lét gera fyrir sig könnun sem sýndi að 46% Dana draga mjög úr kynlífi eftir að þeir eignast börn. Hún sýndi líka fram á að kynlífið dalar með aldrinum .

Meira kynlíf í fríum

Ferðaskrifstofan er að sjálfsögðu ekki í vandræðum með að leysa þetta vandamál.  Ráðið er auðvitað að fara í ferðalög saman til framandi landa. „Rannsóknir okkar sýna að Danir, án tillits til aldurs, stunda meira kynlíf í fríum en þegar þeir eru heima. Það er upplagt að ferðast til staða sem eru langt í burtu til að sinna hvort öðru og sambandinu. Staða eins og Maldiveyja, Seychelles-eyja og Bardados. Kynlífið eykst nefnilega um rúm 100% þegar fólk fer í slíka ferð, miðað við það sem gerist í hversdagslífinu heima. Ferðir til framandi landa virka þarna best“, segir Jan Vendelbo, forstjóri Spies í fréttatilkynningu.

Ástæða til að halda dampi í kynlífinu

Það fylgir sögunni að ferðaskrifstofan bjóði þeim sem eiga börn þessar ferðir á frjósemisverði, því fleiri börn sem menn eiga, þeim mun lægra verð. Þetta býður hún fólki ár eftir ár, þannig að hægt sé að halda áfram að passa uppá sambandið og kynlífið þegar menn eldast. Samkvæmt auglýsingaherferð Spies er ástæða til að halda dampi í kynlífinu, líka eftir að börnin fæðast. Þar að auki sé kynlíf skemmtilegt og auki lífsgæði þeirra sem stunda það.

Kynlífið styrkir ónæmiskerfið . . . LESA MEIRA 

 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?