Fara í efni

Kynlífsverkefni helgarinnar #4

Kynlífsverkefni helgarinnar #4

Sigga Dögg kynfræðingur birti kynlífsdagatal á heimasíðunni sinni fyrir jólin og fengum við leyfi hjá henni til að endurbirta frábærar æfingar sem hún birti daglega. Við ætlum að birta þessar æfingar alla föstudaga hjá okkur hér á Heilsutorgi. Öllum æfingum er skipt í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga.


Fjórða æfingingin er:
 Genital sensate focus eða strokuæfingar
Og enn er bannað að stunda kynlíf.

Nú komum við okkur vel fyrir og mundu að gera herbergið eða rýmið kósí fyrir æfinguna. Undirbúið herbergið þannig að það sé nógu heitt til að vera ber í. Dempa ljós, kannski tónlist og jafnvel einhvern ilm, bara hafið alveg eins og ykkur líður best.

Ekkert áfengi fyrir æfingu því vín deyfir skynfærin, en það er í lagi að fá sér smá eftir æfinguna... :)

Tími: 20 mínútur + undirbúningur
Undirbúningur: 10 mínútur

Fyrir pör/bólfélaga

Verkefni:
Þú strýkur líkama makans þíns í 10 mínútur, 5 á hvorri hlið. Maki þinn strýkur svo þinn líkama í 10 mínútur, 5 á hvorri hlið. Þú byrjar á því að liggja á maganum, þá er bakhliðinni strokið og svo eftir 5 mínútur þá leggstu á bakið. Þú strýkur maka þínum eins og þig langar að strjúka viðkomandi, þetta er ekki nudd, þetta eru strokur.

Það má strjúka allann líkamann einnig kynfæri og brjóst og kannski setja sérstaka áherslu á einmitt kynfærin og nú má FULLNÆGJA. Það er ekki skylda en það má. En það er bannað að stunda kynlíf saman (hvort sem er munnmök eða samfarir).

Þið getið fundið fyrir greddu, það er eðlilegt en ekki bregðast við heldur leyfið ykkur að vera í greddunni. Talið saman að lokinni æfingu. Hvaða hugsanir komu upp? Náðir þú að slaka á? Hvernig leið þér / ykkur ? Hvað var notalegt? Hvað hefðir þú viljað meira af? osfrv...

Fyrir einstaklinga
Þú leyfir þér að strjúka eigin líkama í 10 mínútur að meðtöldum kynfærum og brjóstum og kannski setja sérstaka áherslu á einmitt kynfærin og nú má fullnægja! Það er ekki skylda en það má. Þú ræður hvort þú gerir þetta fyrir framan spegil eða ekki. Gott er að skrifa niður hugsanirnar og tilfinningarnar sem vöknuðu um líkamann og þig sem kynveru, hvernig fróunin var, hvort þú hafir fengið fullnægingu eða ekki og hvort þessi æfing hafi kveikt í þér.

Athugið að það er ekkert sem bannar þér að gera einstaklingsæfinguna líka þó þú sért í sambandi eða ef maki þinn vill ekki gera paraæfinguna.

Æfingin er fengin með góðfúslegu leyfi hjá Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðingi

Takk Sigga Dögg

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?