Sigga Dögg kynfræðingur birti kynlífsdagatal á heimasíðunni sinni fyrir jólin og fengum við leyfi hjá henni til að endurbirta frábærar æfingar sem hún birti daglega. Við ætlum að birta þessar æfingar alla föstudaga hjá okkur hér á Heilsutorgi. Öllum æfingum er skipt í tvennt, annars vegar fyrir pör / fólk með bólfélaga og hinsvegar einstaklinga.
Sjötta æfingin er: Kynfæri hitta kynfæri!
Nú komum við okkur vel fyrir og mundu að gera herbergið eða rýmið kósí fyrir æfinguna. Undirbúið herbergið þannig að það sé nógu heitt til að vera ber í. Dempa ljós, kannski tónlist og jafnvel einhvern ilm, bara hafið alveg eins og ykkur líður best.
Ekkert áfengi fyrir æfingu því vín deyfir skynfærin, en það er í lagi að fá sér smá eftir æfinguna... :)
Fyrir pör/bólfélaga
Strokuæfingar með örvun (eins og gerðir á degi 2 og 3) en nú má setja setja lim í leggöng (ath sleipiefni!), píku við píku, dildó inn í píku eða lim inn í rass (ath sleipiefni!) eða hvernig sem þið stundið oftast samfarir EN svo á að vera kyrr þannig.
Athugið - ekki hefðbundnar samfarir. Ekki hreyfa eða nudda saman kynfærum eða við rass.
Það má fullnæging á eftir (athugið ÁN SAMFARA), en það er ekki skilyrði eða kvöð.
Fyrir einstaklinga
Hérna lendum við í smá bobba því þetta er smá svona tengingaræfing EN ef þú vilt skoða þína fyrri upplifun af innsetningarkynlífi og viðhorf og væntingar til þess þá er það ágætis æfing.
Ef þú hefur átt erfitt með innsetningu þá gæti verið gott að leyfa sér að æfa sig með tækjum og tólum, ef það er þannig kynlíf sem þú hefur áhuga á.
Fyrir leggöng getur útvíkkari verið sniðugt fyrirbæri ef erfitt hefur verið að setja inn í leggöng (og athugið - alltaf nota sleipiefni!).
Ef það hefur verið vandi að limur (gervi eða ekki) fer of langt inn, þá eru til vörur sem geta verið sniðugar til að passa að viðkomandi fari ekki of djúpt.
Fyrir rass getur böttplögg verið afbragðskostur - muna sleipiefni!!
Svo má fróa sér til fullnægingar - og jafnvel prófa að gera það tækjalaust!
Æfingin fyrir pör er fengin með góðfúslegu leyfi hjá Áslaugu Kristjánsdóttur kynfræðingi
Takk Sigga Dögg