Fara í efni

Sjö hlutir sem konum virkilega leiðist í rúminu

Það er ekki alltaf á allt kosið þegar kemur að kynlífinu.
Sjö hlutir sem konum virkilega leiðist í rúminu

Það er ekki alltaf á allt kosið þegar kemur að kynlífinu.

Fólk hefur mismunandi væntingar og langanir sem stundum flækja málin, sérstaklega ef makar eða bólfélagar tala ekki saman. Jú, því það að tala um kynlíf og langanir hvors annars er nefnilega mikilvægur þáttur í því að samlífið sé gott og allir séu ánægðir.

Rætt í saumaklúbbum

En þegar kynlífið verður rútínukennt er voðinn vís. Þá fara konur fyrst að ranghvolfa augunum og kvarta við vinkonur sínar, og er meira en líklegt að eftirfarandi sjö atriði hafi verið rædd í saumaklúbbum víðsvegar um landið í gegnum tíðina.

Konur eru auðvitað alveg jafn ábyrgar í því halda lífi í glóðunum innan svefnherbergisveggjanna. En þrátt fyrir það látum við þessa sjö hluti sem konum virkilega leiðist í rúminu flakka. Þetta er sérstaklega fyrir strákana.

 1. Að biðja um leyfi

Það er ekkert kynþokkafullt við það þegar maður biður eiginkonu sína um leyfi þegar hann vill elskast. Góður elskuhugi veit hvernig hann á að koma konu sinni til og láta hana vita að hann er í skapi fyrir smá fjör án þess að spyrja hana. Það þarf stundum ekki meira en ákveðið augnaráð eða ákveðna snertingu til að koma okkur konum til. 

2. Að sjá hlutina fyrir

Ef þið hafið verið lengi saman gæti þetta verið vandamál. Ein ástæðan fyrir því að það var mikill hiti á milli ykkar þegar þið voruð að kynnast er sú að þið sáuð hlutina ekki fyrir, þið vissuð ekki alveg hverju þið áttuð von á. Ef þú vilt viðhalda svipaðri spennu í sambandinu verður þú að vera á tánum til að halda hlutunum ferskum.

Ekki vera hræddur við að reyna nýja hluti sem þið bæði getið notið. Til dæmis ef þú ert vanur að eyða fimm mínútum í forleik, eyddu þá fimmtán mínútum næst. Komdu henni á óvart, hún mun verða eitt spurningamerki en ákaflega ánægð með kallinn sinn.

3. Vélrænt kynlíf

Flestar konur eru sammála um það að kynlíf án tilfinninga er frekar leiðinlegt. Engin kona vill láta höndla sig eins og uppblásna dúkku. Það er ekki verið að segja að kynlífið þurfi alltaf að vera tilfinningaríkt. En konur eru konur og við viljum ekkert meira en það að það sé komið fram við okkur sem slíkar. Vertu því þessi yndislegi elskuhugi og njóttu virkilega ásta með henni.

4. Það er aldrei farið„the extra mile“

Bæði konum sem körlum leiðist rútínukennt kynlíf, þess vegna er nauðsynlegt svona annað slagið alla vega að fara aðeins lengra en venjulega.

Við erum að tala um rómantík, við konur elskum þegar karlar eru rómantískir. Skildu til dæmis eftir miða sem lýsir því hvað þú vilt að hún geri við þig og hverju þú óskar eftir að hún sé í þegar þú kemur heim, hún mun endurgjalda þér veglega til baka Láttu hugmyndaflugið ráða.

5. Alltaf sami staðurinn . . . LESA MEIRA

 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?