Það er svo einkennilegt að við skulum miða okkar samlíf við rómantískar bíómyndir þar sem oft á tíðum eru heitar senur með kynlífi og allir fullir af losta og löngunum.
En þetta er ekki raunveruleikinn. Ef þú ert farin að hafa áhyggjur af kynlífinu í þínu sambandi eða hjónabandi gætu eftirfarandi lausnir hjálpað þér.
Að liggja upp í rúmi og hlusta á makann hrjóta, er alls ekki kynæsandi en sérfræðingar vilja meina að nægur svefn sé númer eitt ef þú vilt eiga gott samlíf með þínum maka.
Góð útrás í ræktinni, kraft göngutúr eða skokk um hverfið keyrir í gang testosterone sem er hormón er hækkar kynþörfina. Ég tala nú ekki um að eftir hörku æfingu þá líður manni afar vel og þér finnst þú meira kynæsandi og finnur fyrir meira sjálfsöryggi í rúminu.
Skrepptu í smá verslunarleiðangur og eyddu smá pening í sjálfa þig. Notaðu tíman vel og uppgötvaðu hvað það er sem þér finnst kynæsandi og kemur þér til. hvort sem það eru falleg silki náttföt eða kynæsandi undirfatnaður að þá splæstu í það.
Hann gæti átt góð ráð til að aðstoða ef kynhvötin er lág. Einnig ef þú finnur fyrir sársauka við samfarir. Oft er lækkun á estrógeni ástæða þess að konur missa löngun í kynlíf.
Þunglyndislyf hafa þau áhrif að þú, hvort sem þú ert karlmaður eða kona missir alla löngun í kynlíf. Einnig sumar tegundir af verkjalyfjum og kvíðastillandi lyfjum. Ef þú þarft að taka eitthvað af þessum lyfjum þá þarf að gefa sér nægan tíma í rúminu. Það tekur nefnilega miklu lengri tíma að fá fullnægingu því þunglyndislyf hafa þann leiðinlega hvilla að þurrka upp slímhúðina í leggöngum og hjá karlmönnum að þá tekur lengri tíma að ná blóðrásinni upp á réttum stað.
Vertu þolinmóð(ur) við makan þinn. Kynlíf er svolítið svona eins og að elda góða máltíð. Þú hendir ekkert einhverju í pott og leggur engan metnað í máltíðina og ætlast svo til þess að hún sé bragð góð. Það sama má segja um kynlíf. Langur forleikur og jafnvel leikir til að æsa hvort annað upp er góð ávísun á hinn fullkomna endir.