Það er hægt að meðhöndla kvíðasjúkdóma og alltof margir leita sinnar lækningar í formi lyfja.
En hvað ef það væri til náttúruleg leið til að meðhöndla kvíða?
Kvíði er tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni. Fyrir suma hins vegar, þá getur þessi tilfinning verið viðvarandi í langan tíma. Kvíðinn tekur yfir og viðkomandi er ekki fær um að gera hina einföldustu hluti né hefur þá ánægju að lifa hamingjusömu lífi.
Flemtursröskun – fólk sem er með þessa tegund af kvíða finnur einkennin koma snögglega og oft án nokkura viðvarana.
Félagsfælniskvíðaröskun – einnig kölluð félagsfælni. Þessi tegund af kvíða fyllir viðkomandi af yfirþyrmandi áhyggjum varðandi allt sem tengist hversdags lífinu.
Ákveðin fælni – þetta lýsir sér sem fælni varðandi sérstaka hluti eða staði. Eins og t.d lofthræðsla eða innilokunarkennd.
Og algengasta er ofsakvíðinn – þetta lýsir sér í ofuráhyggjum og stöðugri spennu, jafnvel þó það sé ekkert sem hefur ýtt undir kvíðann.
Hvað það er sem orsakar kvíða er eitthvað sem er enn verið að rannsaka. En talið er að margar af þessum tegundum kvíða séu blanda af hinum ýmsu þáttum, eins t.d breytingum í heila og stress vegna umhverfisins.
Komið hefur fram í rannsóknum að langvarandi stress getur breytt því hvernig taugafrumur senda upplýsingar frá einum stað til annars í heila.
Það eru ýmsar leiðir til að meðhöndla kvíða, eins og t.d meðferð hjá sálfræðingi, slökunarmeðferð og breyting á mataræði og lífsstíl.
Afar margir velja þann kostinn að taka inn lyf til að berjast við sinn kvíða.
Niacin eða B3-vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem þarf að taka daglega. Það er nauðsynlegt líkamanum því það vinnur sem viðgerðarefni á DNA. Niacin hefur þann kost að það slakar á vöðvavefjum, vinnur með æðum og eykur víkkun á þeim. Þetta leiðir til þess að blóðflæði eykst og það dregur úr blóðþrýstingi. Einnig hækkar þetta vítamín HDL í blóði á meðan það dregur úr LDL til þess að bæta hjarta-og æða heilsu.
Niacin vinnur einnig eins og mótefni gegn adrenalíni sem ansi oft verður á of framleiðsla þegar fólk fær kvíðaköst.
Heimild: davidwolfe.com