Áttu ofþroskað avókadó í ávaxtaskál? Ekki henda því! Merðu fremur aldinkjötið með gaffli og berðu í þurrt hárið – frá miðju og út í enda. Láttu liggja í hárinu í ca. 20 mínútur, þvoðu hárið með góðu sjampói og notaðu næringu á eftir. Þegar ferlinu er lokið, á hárið að gljáa meir en venjulega.
Þú þarft ekki á rándýrri hárolíu að halda. Notaðu frekar nokkra dropa af kókosolíu, nuddaðu í báða lófa og berðu í hárendana. Kókosolían getur unnið kraftaverk á slitnum hárendum.
Er hárið líflaust og þreytt af langvarandi notkun hárvara? Þá ættirðu að bera eplaedik í hárið einu sinni í mánuði. Eplaedikið eykur á gljáa og lyftir hárinu. Hreinsaðu þó eplaedik-löginn vel úr hárinu, því hann er lyktsterkur …
Fengið af vef sykur.is