Auðvitað mun fólk horfa ég meina þú ert kominn með annan lit en þegar þú hittir viðkomandi síðast og þessi er örugglega meira áberandi.
Þú þarft pottþétt að breyta nokkrum litum í snyrtibuddunni þinni. Hárlitur kallar á ákveðna liti. Búðu þig undir að að fá þér nýjan varalit og augnskugga.
Búðu þig undir það að litirnir í skápnum ganga ekki endilega við nýjan háralit. Ef þú ætlar að slá til þá er sniðugt að kaupa nokkrar grunnflíkur í nýjum litum sem ganga við nýja lúkkið.
Eftir mikla lita-meðhöndlun á hári þarftu að passa vel upp á það að næra hárið vel. Það getur verið ansi gott að skella sér í djúpnæringu á næstu hárgreiðslustofu eða að fjárfesta í einni góðri túpu.
Auðvitað breytir þú um stíl því nýtt útlit eða nýr hárlitur gefur þér augljóslega nýjan stíl.
Ef þú ferð í skæra liti eins og bleika eða gerir drastíska breytingu þá máttu bóka það að þú venst þessu og það munu hinir gera líka.
Ef þú ert alls ekki ánægð með útkomuna mundu þá að þetta er bara hár og það er auðvelt að laga lit...! Taktu bara áhættuna.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: