Þú hefur örugglega séð þetta ráð nokkrum sinnum á netinu. Þetta ráð á að spara þér tíma við að mála þig, en ef þú hefur reynt þetta þá veistu að þetta virkar ekki. Eyliner fer ekki jafnt yfir augnlokið! Þú verður hreinlega að velja á milli þess að bretta augnhárin eða setja á þig eyeliner ef þú ert í tímaþröng.
Vó, get nú ekki ímyndað mér hvernig þetta ætti að virka nema sem góður skrúbbur í sturtunni!
Okey, við vitum að alkóhól þurrkar upp bólur, en það þurrkar einnig upp heilbrigða húð í kringum bóluna, munnskol er bara fyrir muninn á þér og ekkert annað!
Það er smá vesen, fyrst þarft þú að búa til hellings af svörtu tei, láta það kólna og setja svo í góða sprey flösku. Sprauta nokkrum sinnum yfir sama svæðið til að ná jöfnum lit. Kannski er einhver sem nennir að standa í þessu, en dugar nú bara fram að næstu sturtuferð!
Majónes og barna olía sem rakakrem! NEI- reyndu þetta sem frekar sem öflugan maska á þurra bletti eins og á olnboga og hné í 20 mínútur. Heyrst hefur að Blake Lively notar þessa blöndu sem hármaska! Ég held mig bara við uppskriftir frá Lólý.is með majónesi.
Augnhár sem lykta eins Oreo kex er kannski ekki það versta. En nú meira að spá í kex mylsnu í augunum sem er nú kannski ekki það besta fyrir þig! Fyrir utan tímann sem færi í að finna rétta smyrslið, tæma varasalva, finna réttan primer, teskeið, bómullar hnoðra og mylja niður allt Oreo-ið! Er ekki þá bara betra að kaupa sér einn góðan maskara frekar en að standa í þessu veseni.
Fæ gæsabólur við tilhugsunina að setja kattarsand í andlitið. En Bentonite leir sem er algengur í andlitsmaska er notaður sem megin uppistaða í kattarsandi. Held að við látum það ógert að rispa á okkur andlitið með þessum sandi.
Ég fann ekkert sem bendir til þess að brúnn púðursykur slétti á þér hárið, annað en ef þú reynir þetta áttu von á að hárið á þér verði mjög svo klístrað!
Hársprey myndi loka svitaholum í andlitinu fyrir það fyrsta og annað, það spreyjar engi hárspreyji framan í sig.