Í dag eru til þær allra flottustu og einföldustu naglafilmur sem ég hef prufað. Tók mig nokkrar mínútur að skella á allar neglurnar og pússa til og það þarf ekki að sitja og blása á lakk til að flýta fyrir að það þorni. Ó Nei!
Það er líka svo gaman að hafa fallega skreyttar neglur, t.d sem passa flott við kjólinn eða dressið sem þú ætlar að vera í.
Shine B Iceland var að taka inn alveg rosalega flottar naglafilmur, þær eru svo auðveldar í ásetningu og eins og sjá má í kynningarmyndbandinu hér að neðan þá er þetta bara ekkert mál.
Kíktu einnig á heimasíðuna þeirra til að sjá allt úrvalið.
Fallega skreyttar neglur er málið í sumar stelpur.