Það er auðvelt að gleyma því að hendurnar verða fyrir nákvæmlega því sama og andlitið, þ.e. sól, kulda og öllu því. Og reyndar mæðir enn meira á höndunum en andlitinu.
Þess vegna eru það einmitt þær sem geta komið upp um aldurinn á einstaklingi sem er með unglegt andlit. Og þetta á alveg jafnt við karla sem konur.
Ef þú ert ekki viss um hvað einhver er gamall er nóg að líta á hendur viðkomandi. Sérstaklega í dag þar sem ýmis förðunarráð og góðar vörur geta gert svo mikið fyrir andlitið.
Húðin breytist með aldrinum og er húð handanna þar ekki undanskilin. Hún verður þynnri og lausari og við það bætast hrukkur og jafnvel öldrunarblettir. Þá verða æðar og sinar meira áberandi. Og það sem meira er að húðin á höndunum er þunn og með fáa fitukirtla svo hún er viðkvæmari fyrir skemmdum.
1. Þegar þú berð sólarvörn á andlitið (og jafnvel kroppinn) ekki gleyma höndunum. Berðu vel á handarbökin því þar myndast gjarnan öldrunarblettir.
2. Handáburður er mikilvægur. Ekki vera sparsöm á hann. Ef þú þværð hendurnar mjög oft ættirðu líka að nota handáburð nokkrum sinnum á dag.
3. Settu handáburð á hendurnar áður en þú ferð að sofa. Ef þær eru mjög þurrar skaltu nota vel af feitum handáburði og setja hanska á þig og hafa yfir nóttina.
4. Notaðu kornamaska sem ætlaður er fyrir andlit á hendurnar . . . LESA MEIRA