Ég nota alltaf Primer á andlit fyrst, jafnvel varir ef þess þarf, primerinn nærir og róar húð og er með aloe vera.
Síðan set ég farðann og blanda örlitlum primer til að fá hann léttan og meira “see through” mér finnst það alltaf fallegra svona á daginn og sumrin.
Það er mjög mikilvægt að nota farða daglega, vegna þess að það er oftast sólavörn í honum og við verðum að vernda húðina gegn geislum sólarinnar og líka gegn óhreinindum í loftinu.
Endingin á honum er ótrúlega löng, hef sett hann á mig í hádeginu, kennt yoga seinnipartinn og kom heim um kvöldið ENNÞÁ með hann á mér, það verða allar/allir að eiga hann í veskinu
Ég vinn alltaf farða á pallettu með pallettuhníf, vegna þess að hreinlæti er númer 1, 2 og 3.
Ég verð líka að tala aðeins um eyeliner blýantinn með hvítu hárunum, hann er svo guðdómlega góður. Hárin eru fullkomin til að ná fallegum eyeliner. Maður getur stjórnað honum svo rosaleg vel.
Hægt er að panta tíma í Workshop hjá mér, en það er persónuleg kennsla í 45 mín, þá hjálpa ég þér að finna rétta farðan, kenni þér létta dagförðun, 5 mínútna förðun eða jafnvel kvöldförðun.
Það skemmtilega við Workshopið er að því fylgir frítt Brush Up, sem er einskonar eftirfylgni þar sem þú kemur aftur til mín og við förum yfir snyrtibudduna og fleira.
Grein frá Neníta Margrét Antonio-Aguilar, Förðunarmeistara.