Við fundum snilldar lakk frá Alessandro sem heitir Pro white original. Þetta lakk má nota eitt og sér eða sem undirlakk. Virknin er sú að það minnkar gula litinn í nöglunum. Þetta lakk er líka algjör snilld ef þú ert með akrýl neglur eða gel neglur því þá virka þær enn hvítari og fallegri. Stundum vill maður náttúrulegt útlit á neglurnar inn á milli og þetta er ein leið til að gera það fullkomið.
Alessandro fæst í öllum helstu lyfjaverslunum, stórmörkuðum og snyrtivöruverslunum landsins.
Heimild: tiska.is