1. Horfið á kvikmyndir með barnabörnunum í spjaldtölvu en skemmtið þeim líka með sögum frá því í gamla daga þegar fólk fór út á vídeóleigu til að ná sér í spólu.
2. Spilið Hljóma og Ragga Bjarna fyrir þau en dansið með þeim við tónlist Of Monsters and Men.
3. Lofið söguhetjur eins og stúlkuna í kvikmyndinni Hungurleikar og leggið áherslu á að stelpur og strákar eru jafnvíg að öllu leyti.
4. Verið vel að ykkur um nútíma barna- og unglingabókmenntir en kennið krökkunum einnig að meta Stefán Jónsson og íslenskar þjóðsögur.
5. Það er allt í lagi að krakkarnir fái pizzu, jafnvel seint að kvöldi, en venjið þau samt við hefðbundinn mat kennið þeim með tímanum . . . LESA MEIRA