Þar sem ég vinn mikið heiman frá mér þykir mér mikilvægt að byrja daginn minn á því að fara út í ræktina. Hef ég því aðeins verið að stelast á vigtina, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár og allt í einu fór ég að taka eftir því að ég var að þyngjast.
Eins og þú getur rétt ímyndað, var ég ekki sátt við þetta, en á sama tíma vakti það mig til umhugsunar.
Hver þekkir það ekki að horfa í spegil og líða bara vel í eigin skinni en stíga svo á vigtina og fara allt í einu að gagnrýna þá sömu hluti og þú varst rétt áður sátt með.
Þetta munstur gerir það að verkum að við ætlum okkur að fara á “kúr”, skera vel niður þessa vikuna í von um að vigtin segi annað næsta mánudag. En þetta gerir ekkert annað en valda þyngdaraukningu þar sem við springum svo á limminu á föstudeginum og háleitu markmiðin um 3 kíló fyrir mánudaginn verða enn meiri vonbrigði á mánudagsmorgun þegar við horfumst aftur í augu við vigtina.
Á meðan ég furðaði mig á því hvað vigtin var fljót að hafa áhrif á mig í ræktinni fór ég að rifja upp af hverju ég hætti að nota hana upprunalega.
Hér eru 5 ástæður sem gætu fengið þig til að hugsa þig tvisvar um næst þegar þú stígur á vigtina
1) Vigtin er á sífellu róli
Auðvitað er gott að mæla árangur á vigtinni og ef þú hefur einn dag mánaðarlega þar sem þú vigtar þig getur það hjálpað þér að sjá mælanlegan mun á þér. En fæstar okkar geta setið á okkur í heilan mánuð og erum þess í stað að vigta okkur oft í viku, jafnvel á hverjum degi!
Hafa ber hins vegar í huga að vigtin getur rokkað 1-2 kg til og frá eftir því hvenær tíma dags þú stígur á hana og hvað þú borðaðir áður og hvert líkamsástandið er hverju sinni.
2) Talan á vigtinni einblínir á fæðuna eingöngu
Við þekkjum mörg að um leið og við sjáum töluna á vigtinni þá förum við strax að hugsa um matinn og hvað við höfum borðað og hvernig við ætlum að minnka skammtastærðirnar, en þyngdartap er mun margþættara en eingöngu fæðuvalið og getur streita, svefn, ástand skjaldkirtilsins og jafnvel óþol fyrir fæðu sem við vitum ekki af spilað stærra hlutverk þegar kemur að því af hverju við þyngjumst, en þar komum við einmitt að næstu ástæðu.
3) Talan á vigtinni segir lítið til um heilsu
Talan á vigtinni segir þér lítið til um samspil hormóna, meltingartruflanir eða blóðþrýsting. Þessir þættir hafa töluvert meira vægi en kílóin þegar við ætlum að meta heilsu og þegar þeir hafa komist í jafnvægi fylgir þyngdartalan með.
Það eru fæst okkar sem horfa á vigtina og hugsa með sér “ohh - ég þarf meiri svefn” eða “æj æj ég þarf að hugsa um að halda jafnvægi á blóðsykri í dag” en þetta eru t.d. þættir sem spila stór hlutverk. Þess vegna er vigtin ekki alltaf gott viðmið fyrir heilsu okkar.
4) Vigtin ýtir undir það að við sleppum úr máli
Þegar við sjáum að við höfum þyngst getum við átt það til að fara auðveldu leiðina út og sleppa úr máli. Ég veit þú þekkir eflaust tilfinninguna að borða súkkulaðimola á galtóman maga þegar maður er bara orðinn svo svangur að maður veit varla af sér fyrr en að hann er kominn ofan í maga.
Það að sleppa svona úr máli gerir það að verkum að blóðsykurinn fellur og við sækjum í sykur, en hvaða afleiðingar hefur það?
Að sækja í sykur getur leitt til hægari brennslu sem getur aukið líkur á hægum skjaldkirtli. Einnig er hætta á því að við endum á að borða enn fleiri hitaeiningar yfir daginn en við hefðum annars nokkurn tíma gert ef við hefðum borðað jafnt og hollt.
5) Vigtin heldur huganum óánægðum
Að hugsa stöðugt um þyngdina hefur auðvitað ekki góð áhrif á okkur andlega og getur ýtt undir óheilbrigt samband við fæðuna. Það er einfaldlega óhollt að leyfa tölum að stjórna líðan þinni og jafnvel hvers virði þér finnst þú vera.
Það er ofboðslega sorglegt að morgun- eða eftirmiðdagsvigtunin sé ákvörðunarvaldur þess hvort dagurinn sé góður eða slæmur.
Það sem nefnilega gerist þegar við einbeitum okkur að því að öðlast betri heilsu, orku og sátt og hættum í þessari stöðugu baráttu þá lækkar þyngdin með okkur.
Ég ákvað að stíga af vigtinni og finna sátt og form á ný í mínu skinni án fyrirhafnar og ég finn fyrst og fremst fyrir meiri gleði með sjálfri mér.
Ef ofangreind atriði hafa átt við þig, þá gætir þú verið á hárréttum stað á hárréttum tíma!
Því Nýtt líf og Ný þú þjálfun fer rétt að byrja!
Ef þetta er eitthvað sem þú tengir við gæti núna verið góður tími að endurskoða aðra þætti sem geta haft samverkandi áhrif á þyngdina, eitthvað sem við gerum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
Þar byrjum við strax á að breyta hugarfarinu og koma því um borð við að skapa varanlegan lífsstíl með sátt í eigin líkama sem er leiðin að þyngdartapi án fyrirhafnar. Þegar við erum í betra jafnvægi andlega og líkamlega þá næst þetta jafnvægi sem við þurfum til þess að geta náð markmiðum okkar, hver sem þau eru.
Segðu mér svo frá í spjallinu að neðan; hvað af þessum 5 ástæðum hefur þú upplifað?
Hlakka til að lesa frá þér og styðja við þig
Ef þú tengir við einhvern af ofangreindum hlutum, deildu með vinum á facebook!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi