Gerðu hverja æfingu í eina mínútu án þess að hvíla og þú nærð að vinna með alla helstu vöðvahópana á átta mínútum.
Smelltu uppáhaldslaginu þínu í eyrum og dansaðu eins og brjálæðingur. Því meira sem þú tekur á því meira brennir þú.
Hoppaðu sundur og saman í eina mínútu án þess að hafa áhyggjur af því hversu hátt eða langt í sundur þú hoppar. Einbeittu þér samt að innri lærvöðunum þegar þú dregur fæturna saman.
Byrjaðu í planka með hendur beint undir öxlum og fætur með mjaðmabreidd á milli. Farðu niður á hægri olnboga og svo vinstri og svo hægri upp og vinstri upp.
Haltu þér í og lyftu fætinum upp til hliðar 30 sinnum hvoru megin. Hafðu tær upp í loft á leið upp og beina rist á leið niður.
Gerðu eina burpee eins og sýnt er í videoi og svo hoppar þú upp í loft og snýrð, með magavöðunum, efri búk til hægri og svo hoppar þú aftur og snýrð efri búk til vinstri. Svo gerir þú næstu og hoppar aftur með snúningnum o.s.frv. í eina mínútu.
Hoppaðu til hægri, svo áfram, til vinstri og síðan afturábak alltaf saman í fætur.
Stattu bein með mjaðmabreidd milli fóta og örlítið beygð hné. Kýldu til vinstri og svo til hægri mjög snöggt og fast með alla magavöðva spennta til að snúa þér og halda við höggin.
Farðu í djúpa hnébeygju án þess að hvíla rass á hælum og labbaðu með hendurnar út til hliðar fyrir jafnvægi.
Fylgstu með okkur á Instagram #Heilsutorg #Hreyfing