Fara í efni

Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni

Dagana 10.–16. september 2014 fer fram hjólareiðakeppnin Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Framhaldsskólakeppni - hjólum í skólann
Framhaldsskólakeppni - hjólum í skólann

Dagana 10.–16. september 2014 fer fram hjólareiðakeppnin Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Keppnin fer nú fram í annað sinn meðal framhaldsskólanema eingöngu og eru jafnt starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna hvattir til þess að nýta sér virkan ferðamáta frá 10.–16. september.

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embættis landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012.

Opnað hefur verið fyrir skráningu HÉR.

Til þess að auðvelda nemendum skráningu í skólanum eru einfaldar skráningarleiðbeiningar í meðfylgjandi viðhengi.

Skoða veggspjaldið Framhaldsskólakeppni 10.-16. september

Héðinn Svarfdal Björnsson
verkefnisstjóri