Hún er algjör hetja í mínum augum og er búin að ganga í gegnum erfiða tíma, en með þrjósku og elju hefur hún komið öllum á óvart og hefur bati hennar verið meiri en nokkrum grunaði.
Svona áfall minnir mann á að lífið er ekki sjálfsagt og forréttindi að geta hlaupið og labbað svo á meðan ég get þá mun ég hlaupa fyrir hana Önnu mína.
Oddný hleypur 10 kílómetra.