Hádegið .
Sumir dagar eru einfaldlega bara aðeins meira bjútí en aðrir :)
Byrjaði daginn á Heilsuborginni í Body Pump tíma.
Það var algjört æði :)
Síðan tók við ganga heim.
Frá Heilsuborginni upp í Seljahverfi
5,5 kílómetrar og klukkutíma dásemdar ganga .
Frá Sprengisandi gekk ég dalinn.
Það er hreint ævintýri
Og stoppaði svo hjá Kanínunum og öndunum
Þvílík fegurð...og súper gönguveður.
Ekki dropi úr lofti...og stilla.
Mæli með að allir fari út og fái sér ferskt loft í dag :)
Þá var það svo hinn langþráði Hádegismatur.
Í Sofíu í Búlgaríu fengum við svo góðan Geitaost....hrein alsæla.
Búin að vera með hann á heilanum síðan.
Svo fann ég loksins alveg eins dásemd í gær í Búrinu
Algjör himnasending að finna þetta.
Svo fékk mér Geitaost með Pekant hnetum og Hunangi.
Þetta fer með mann í ferðalag
Svo góði fiskrétturinn sem ég var með í fyrradag.
Osturinn í forrétt...og fiskur í aðalrétt.
Já sko ef ég átti þetta ekki skilið eftir púl morgunsins :)