Góðan daginn.
Jæja það er komin föstudagur aftur og nýbúin.
Þetta endar bara með jólum fljótlega :)
Margir komnir með i magann....jólinn og "megrunin" krassar.
Iss mér finnst það einmitt svo frábær tími að fá svona jól og tillidaga því þá geri ég hollustuna bara ennþá betri :)
Við getum búið til nýjar hefðir og haft þær gömlu með til hliðar.
Það er ekki skilda að springa alla jóla dagana :)
Já þetta með að nota lóð.
Ég var ein af þeim sem slepti bara alveg lóðum í byrjun.
Handleggirnir mínir voru bara nógu þungir takk fyrir takk....eða var ég hrædd við lóðin ;)
Held að hræðslan við að verða stærri og allt það hafi nú spilað inn i.
Vissi ekkert hvernig svona leikifimisbrölt virkaði.
Í dag lyfti ég þungt.
Ekki eina mínútu hrædd við lóðin þau eru vinir mínir :)
Ég verð sterkari og stæltari og þá gengur mér betur að mæta í hvern svona púl tíma.
Nota kraftinn sinn.
Finna sjálfan sig verða sterkari.
Svo "ladies" upp með lóðin :)
Ekki láta þau hræða þig.
Og drengir....þetta á við ykkur líka :)
Það er svo gaman nefnilega að sjá framfarir hjá sjálfum sér.
Bara þessi litlu skref.
Þetta tekur allt saman tíma....og helling af honum.
Byrja létt og svo þyngja um grömmin ef það hentar.
Við getum nefnilega miklu meia en við höldum ;)
Og meira að segja bara það að fara í göngutúra með sitthvora 1/2 lítra flöskuna í hvori hendi....bara fylla af vatni :)
Það var sko ÞYNGD fyrir mig í upphafi .
Þetta tekur allt saman tíma.
En tíminn líður hvort eð er.
Svo taktu frá klukkutíma á dag fyrir sjálfan þig og hristu á þér rassinn :)
Besta þunglyndismeðalið á markaðnum í dag <3
Njótið dagsins.