Hádegið var ljúft þennan daginn.
Satay Bar minn uppáhalds í London :)
Þar fæ ég það besta satay sem ég veit um.
Mild eða rótsterkt allt eftir pöntun og í hvernig stuði maður er.
En í þetta skipti fékk ég mér fisk.
Red snapper með steiktu grænmeti og fullt af chilli.
London er stútfull af flottum skemmtilegum veitingastöðum.
Þennan hef ég heimsótt all oft.
Og mikið stuð þarna um helgar líka :)
Red snapper frá Indónesíu með steiktu grænmeti og helling af chilli
Þessi réttur er borin fram með hvítum hrísgrjónum en ég hef ekkert með þau að gera.
Mæli með að prufa bara sem flesta staði og kynna sér matarmenningu Lundúna hún er æði.
Sjá hér: sataybar.co.uk